10/07/2010

Togarinn JÚLÍ ferst á Nýfundnalandsmiðum

Í Morgunblaðinu 12. febrúar 1959 var greint frá því að óttast var um togarann:
ÓTTAST er um afdrif togarans Júli frá Hafnarfirði, en hann var á Nýfundnalandsmiðum, er stórviðrið brast þar á sl. laugardag. Þrjátíu manna áhöfn er á skipinu, en skipstjóri er Þórður Pétursson. — Siðast spurðist til togarans Júlí sl. sunnudag, er togarinn Austfirðingur telur sig hafa heyrt til skipsins og virtist þá ekkeit að um borð. Skömmu eftir að fárviðrið skall á sást til skipsins af togaranum Júni og er það hið síðasta, sem til togarans hefur séset. Skipulögð leit var hafin að togaranum á sjó og úr loftt en sú Ieit hefur enn engan árangur borið. Fóru m. a. tvær flugvélar frá Keflavíkurflugvelli vestur yfir hafið og voru þær búnar fullkomnum ratsjártækjum til leitarinnar. Annars hefur leitinni verið stjórnað frá stöðvum á Nýfundnalandi.
Óveðrinu slotaði ekki fyrr en á mánudagskvöld. Veðurhæð hafði verið m.kil, frost 10—11 stig, og hlóðst þvi mikill ís á togarana, s.m staddir voru á þessum slóðum.

Daginn áður hafði svohljóðandi tilkynning borist frá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar:
Togararnir   Júní  og  Júlí  eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fóru á veiðar á laugardagskvöld 31. jan. Skeyti barst frá togaranum Júlí, að hann hefði byrjað veiðar á svokölluðum Ritubanka á Nýfundnalandsmiðum kl. 13.00 föstudaginn 6. þessa mánaðar og frá togaranum Júní um að hann hefði byrjað veiðar kl. 4.00 aðfaranótt laugardags 7. þessa mánaðar. Á sunnudag bárust þær fréttir af veiðum togaranna að þeir hefðu hvor um sig verið búnir að fá um eða yfir 100 tonn er veiðar hefðu hætt þegar hvessti á miðunum kl. 17.00 á laugardag. Kl. 17.00 sl. mánudag barst Bæjarútgerðinni skeyti frá togaranum Júní þess efnis að hann væri á heimleið vegna veðurs og frosts. Kl. rúmlega 22,00 á mánudagskvöld barst ennþá skeyti frá Júní, þar sem skýrt var frá því að ekki væri vitað með vissu að heyrst hefði frá togaranum Júlí síðan kl. 23,30 á laugardagskvöld. Jafnframt skýrði Júní frá því að eitt skip teldi sig hafa heyrt í Júlí kl. 19,30 á sunnudagskvöld.
Eftir miðnætti aðfaranótt mánudags þegar útgerðin hafði staðið í frekari skeytasambandi við togarann Júní, og komið hafði fram að leit á sjó að togaranum Júlí að óbreyttu veðri, væri illframkvæmanleg. Snéri Bæjarútgerðin sér til Slysavarnarfélags fslands og óskaði eftir að ráðstafanir yrðu gerðar til að leit yrði hafin að skipinu með flugvélum strax og veður leyfði. Slysavarnarfélagið gerði þá strax um nóttina allar ráðstafanir til þess að leit yrði hafin. í gær fékkst staðfest að heyrst hefði til b.v. Júlí kll 7,50 á sunnudagsmorgun og kl. 19,30 á sunnudagskvöld, og var þá ekki að heyra að neitt væri að. Það upplýstist einnig að Júlí hafði farið suður frá Ritubanka og var á laugardag staðsettur á 50 gr. 27. mín N-breiddar og 50 gr. 47 mín V-lengdar, en einmitt þar voru aðrir íslenzkir togarar staddir á laugardag.

Með togaranum fórust 30 sjómenn 16-48 ára flestir frá Reykjavík —
39 börn urðu föðurlaus eftir sjóslysið.
Júlí GK var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi  árið 1947.

No comments:

Post a Comment