The 'Mighty Hood' Frægasta orustuskip sögunar.
Orustuskipið Hood.
HMS Hood var eitt af fjórum orustuskipum sem breski flotinn lét smíða um mitt ár 1916 eftir að hafa misst þrjú orustuskip í orustunni um Jótland í júní það ár. Skipið var nefnt eftir 18.aldar flotaforingjanum Samuel Hood. Það var smíðað í skipasmíðastöð John Brown & Company í Clydebank í Skotlandi og var kjölurinn lagður 1.september 1916. Hood var stæðsta og mesta orustuskip breta 42.400 tn. Skipinu var hleypt af stokkunum 22.ágúst 1918 og vígt inn í flotan 15.maí 1920 undir stjórn Wilfred Tomkinson. Systurskip Hodd’s voru HMS Anson, Howe og Rodney. Hood var gert að flaggskipi breska flotans og sigldi það um öll heimsins höf og til allra helstu hafnarborga samveldisins. Þannig varð Hood ekki bara flaggskip flotans, heldur og sameingartákn breska samveldisins. Eftir að bretar hernámu Ísland átti Hodd nokkra viðdvöl í Hvalfirði, það var í apríl og maí 1941.
Orustan um Atlantshafið.
Vorið 1941 var Bretland að hefja sitt annað ár í styrjöldinni gegn Þýskalandi. Breska þjóðin var orðin örvæntingafull um sigur í þessu stríði. Frakkland hafði fallið í hendur Þjóðverjum sumarið áður og aðstoð bandaríkjamanna var bretum enn fjarlæg. Breska samveldið stóð eitt gegn harðsnúnum þýskum her búin fullkomnum nýtísku vopnum. Vopnabúnaður breta var að miklu leiti frá fyrri heimstyrjöldinni og framleiðsla á nýjum vopnum enn ekki komin á fullan skrið. Orustan um Atlantshafið var hafin. það hafði blásið breska flotanum nokkurn kjark í brjóst í þessum hildarleik þegar þeim hafði tekist að laska þýska vasaorustuskipið Admiral Graf Spee 13. desember 1939 við hafnarborgina Montevideo í Uruguay. (Þjóðverjar sigldu skipinu upp í landsteina og kveiktu í því.)
Fyrir Bretland sem eyþjóð var það mikilvægast að geta varið siglingaleiðir sínar og kaupskipaflota, enda var afkoma heillar þjóðar í húfi. þannig þurftu þeir að flytja alla sína aðdrætti yfir hafið og ekki síst varning í miklum mæli til hernaðarþarfa. Þetta var þýska hernum vel kunnugt, einkum yfirmanni þýska flotans Erich Raeder. Með því að ráðast að skipalestum breta eygði hann möguleika á að svelta bresku þjóðina til uppgjafar.
Afkastamesta vopn þýska flotans til þess að ná þessum markmiðum voru kafbátar. Frá því í september 1939 og þar til maí 1941 náðu kafbátar þjóðverja að sökkva á að giska þrem miljón tonna skipastól alskonar skipa. Þjóðverjar notfærðu sér einnig vopnuð kaupskip og herskip í þessum tilgangi, þó þau væru ekki eins afkastamikil sem kafbátarnir. Þýsku herskipin Scharnhorst og Gneisenau herjuðu saman á Atlantshafi í janúar 1941og söktu samanlagt 116.000 tonnum alskyns skipa.
Rheinübung aðgerðin.
Glænýr og öflugur bryndreki þjóðverja og stolt Adolfs Hitlers, orustuskipið Bismarck 41.700 tn. sem hleypt var af stokkunum 14.febrúar 1939 og tekið inn í flotann 24 ágúst 1940 beið þess nú á Eystrasalti (Undir stjórn skipherrans Günther Lütjens og skipstjórans Ernst Lindemann) að geta laumast út á Atlantshaf til að gera út um kaupskipaflota breta. Þetta vissu bretar og gerðu því gagnráðstafanir til að koma í veg fyrir að þessi ægilegi tígur hafsins kæmist út á opna Atlas ála.
John Tovey, aðmiráll og yfirmaður breska heimaflotans skipaði því flotadeild sinni á Íslandi þann 14. maí 1941 að hafa gætur á siglingaleiðinni meðfram ísröndinni milli Íslands og Grænlands því líklegt var að innan skams mundi Bismarck brjótast út á opið haf eins og hungrað tigrisdýr.
Haldið til hafs.
Þann 18 maí 1941 læddist orustuskipið Bismarck ásamt vasaorustuskipinu Prinz Eugen út úr Eystrasalti og upp með Noregsströndum til Bergen. Rheinübung (Rínaræfing) aðgerðin var hafin. Það var ætlunin að þau herjuðu saman á Atlantshafinu ásamt orustuskipinu Tripitz, en það hafði orðið fyrir áföllum eftir ketilsprengingu og var óklárt til bardaga og var unnið að viðgerðum skipsins. Því héldu Bismarck og Prins Eugen ein saman á veiðar.
Heimafloti breta hafði aðstöðu á Scapa Flow, eyjum norður af Skotlandi. Þar lá fyrrum flaggskip og stolt breska flotans Hood, smíðað fyrir 1920 og mátti muna fífil sinn fegri. Það var lítt tilbúið til að mæta nútíma vígdreka. Dekk þess var lítt brynvarið og margar byssur þess í slöppu ástandi.
Þann 21. maí hélt þýska flotadeildin frá Bergen og sigldi Bismarck inn á Grímsfjörð í Noregi en Prins Eugen lagðist fyrir akkeri í Kalvanes flóa. Bretar höfðu komist á snoðir um veru Bismarck í Bergen og sendu þangað sprengjuflugvélar, sem nú gripu í tómt og virtist nú að kötturinn væri sloppin þeim úr greipum. Bretum brá mjög við þessi tíðindi og unnu nú hörðum höndum við að koma upp gufuþrýstingi í öllum heimaflotanum og gera sjóklárt. Beitiskipið Suffolk sem var að taka olíu í Hvalfirði var skipað að sigla þegar í stað til móts við beitiskipið Norfolk úti fyrir Vestfjörðum og gæta leiðarinnar milli Íslands og Grænlands. Beitiskipin Birmingham og Manchester áttu að vakta leiðina milli Íslands og Færeyja.
Ljónið vaknar.
Flaggskipinu Hood undir skipstjórn Ralp Kerr og forustu skipherrans Lancelot Ernest Holland var skipað að sigla til Hvalfjarðar þegar í stað ásamt hinu nýja orustuskipi breta Prince of Wales sem vart var orðið orustuklárt því verkfræðingar skipasmíðastöðvarinnar voru enn að vinna við að standsetja fallbyssur skipsins og urðu þeir því að fljóta með í stríðið. Flotadeildinni fylgdu svo tundurspillarnir Electra, Anthony, Echo, Icarus, Achates, og Antelope. HMS Arethusa var þá þegar á leið til Íslands og var herskipinu skipað að sameinast flotadeild undir stjórn Wake-Walker skipherra á Norfolk. Tovey sjálfur ákvað að hinkra við á flaggskipi sínu King George V á Scapa Flow þar til málin skýrðust betur, en hélt svo af stað með flota sinn að kvöldi 22 maí. Með honum voru beitiskipin Galatea, Aurora, Kenya, Neptune ásamt tundurspillunum Active, Punjabi, og Nestor.
Hið nýja flugmóðurskip Victorius var einnig á Scapa Flow, en því var ætlað að sigla sem hluti hinar verðmætu skipalestar 'WS8B' en var nú sett undir stjórn Toveys. Orustuskipið Repulse sem nú gætti skipalestarinnar WS8B var einnig sett undir stjórn Toveys. Allur þessi risavaxni herskipafloti var settur til höfuðs Bismarck og dugði ekkert minna til.
Eltingarleikur.
Bismarck hafði yfirgefið Noreg í dimmviðri að morgni 22 maí, án þess þó að taka olíu og hélt á fullri ferð norður fyrir Ísland ásamt Prins Eugen. Líklegt er að Lutjens flotaforingi hafi viljað nýta sér dimmviðrið til að komast óséður um Grænlandssund á sem mestum hraða og því ekki viljað þingja skipið með því að fylla olíutanka skipsins og e.t.v. óttaðist hann að missa af veðrinu til að dyljast í. (Olíuskortur átti eftir að koma Bismarck í koll síðar).
Þann 23. Maí, var Ernest Holland skipherra á Hood staddur með flota sinn suður af Íslandi á 63º20N' 27º00'Vog stefnan var 270° Hann skipaði vélarúminu nú að keyra á mesta hraða sem mögulegt var (27 hnútar) og lét breyta stefnunni í 295° .Holland hafði nefnilega fengið fréttirnar sem hann var að bíða eftir. Hann hafði fengið skeyti frá Wake-Walker á Norfolk um að Suffolk hafi séð til Bismarck á Grænlandssundi, eða í 300 mílna fjarlægð frá flota Hollands sem staddur var suður af Íslandi. Holland gerði nú plön um hvernig og hvar hentugast væri að mæta óvininum í orustunni sem framundan var og stefnu og hraða skipsins hagað eftir því, þ,e. 295° og 27 hnúta hraða. Hann sendi því eftirfarandi skeyti til tunduspilla sína:- Ef ykkur er ómögulegt að ná þessum hraða þá verð ég að vera án ykkar,en þið komið á eftir mér eins hratt og þið mögulega getið-. Hinir fjórir léttu tunduspillar (Áður höfðu tveir tunduspillar þurft að leita til íslenskrar hafnar vegna olíuskorts.) gerðu hvað þeir gátu til að fylgja eftir hinu gamla orustuskipi í kröppum sjó en drógust hratt aftrúr og innan skamms var Hood og Prince of Wales horfin þeim sjónum.
Kl.22:00 um kvöldið var orðið ljóst að til orustunnar kæmi mill kl 01:40 og 02:00 þá um nóttina og mikil spenna og eftirvænting ríkti meðal áhafnarinnar á Hood, Prince of Wales og tundurspillunum sem voru í óða önn að undirbúa skip sín undir átökin framundan. Það var mörgu að sinna, t.d. þurfti að undirbúa sjúkrarými fyrir særða og slasaða, allir þurftu nú að klæðast björgunarvestum, setja upp hjálma og menn á dekki klæddust hlýjum skjólklæðnaði. Vopnin gerð klár og skotfæri flutt upp í byssuturna.
Bismarck hverfur.
Suffolk hafði fylgt Bismarck fast eftir allan daginn og kvöldið og hafði tekist að halda sambandinu við óvinin þrátt fyrir að þurfa að sigla í krákustígum vegna kafbátahættu og þrátt fyrir að Bismark hvarf þeim oft sjónum í hríðarveðri. Suffolk var nefnilega eitt fára skipa í breska flotanum sem búið var nýstárlegum tæknibúnaði, en það var radarinn og skipti það sköpum við þessa eftirför. En þá gerðist það seint þetta kvöld þegar Suffolk var að fara í enn einn krákustiginn að Bismark breytti skindilega um stefnu í snjókófi og hvarf af ratsjánni og þar með missti Suffolk sambandið við þjóðverjana. Ellis skipstjóri á Suffolk bjóst við Bismarck mundi byrtast fljótlea aftur á ratsjánni þegar hann sveigði til baka úr krákustignum, en þegar tíminn leið og ekkert gerðist ákvað hann að senda skeyti skömmu eftir miðnætti og tilkynnti að hann hafi misst radarsamband við óvininn.
Þetta voru slæm tíðindi fyrir Holland því plön hans gerðu ráð fyrir að hann mundi mæta Bismarck í myrkri og að þýsku skipin bæru við skýmuna í sólsetursátt, en fyrst ekkert var nú vitað um ferðir þýsku flotadeildarinnar skipaði Holland svo fyrir að áhöfnin á Hood og Prince og Wales skyldi slaka á og þeim sem ekki var nauðsynlegt að halda á vakt var leyft að sofa á vaktstöðvum sínum. Holland lét skipin hægja ferðina niður í 25 hnúta og stefnuni var breytt til norðurs (340°) til að mæta hugsanlegri stefnubreytingu þýsku skipana.
Öllum breska heimaflotanum var stefnt í veg fyrir hugsanlega siglingarleið Bismark og Prins Eugen. Holland var virkilega í vafa um hvert best væri að stefna flota sínum og sendi nokkur skeyti um nóttina um hugsanlegar stefnubreytingar ef ekki bólað fljótlega á óvininum. Holland hefur haft það í huga að það versta sem hent gæti, væri sá möguleiki að Bismarck og Prins Eugen hefðu breytt stefnunni og slyppu út á Atlantshaf og væru í raun að fjarlægjast hann á meðan hann væri að sigla í norður. Hann lét því breyta stefnu Hood og Prince of Wales í 200 ° ( SSV) og 25 hnúta hraða. Tundurspillarnir áttu að sigla áfram í sömu stefnu og vakta hafið að ströndum Íslands.
Kl.02:47 um nóttina 24.maí tilkynnti Suffolk að hann væri aftur kominn í radarsamband við þýsku skipin og að þau væru 35 mílur (64.8 km) norðvestan við Hood og Prince of Wales. Holland skipaði þegar í stað nýja stefnubreytingu í 220° (SV) og 28 hnúta hraða sem var um það bil hámarkshraði Prince of Wales.
Óvinur í augsýn.
Klukkan var rétt rúmlega fimm um morgunin þegar Holland gaf fyrirskipunina “Búist til átaka” En áhöfnin var þá þegar reiðubúin á stöðvum sínum og gríðarleg spenna lá í loftinu.Yfirmenn og foringjar störðu allir sem einn í norðurátt þaðan sem vænta mátti að óvinurinn birtist innan skamms. Á síðustu klukkustundum hafði himinnin smá saman orðið bjartari og bjartari og kl. 05:35 sáu menn á Prince of Wales hvar reykur og siglutoppar óvinaskipa gægðust upp við sjóndeildarhringinn í tæplega 35 km fjarlægð.(18.75 mílur). Prince of Wales sendi skeyti til Hodd tveim mínútum síðar um óvinaskipin tvö og að fjarlægðin væri 17 mílur og egin staðsetningu 63°20’N og 31°50’V. stefna 240° (VSV) og hraðinn 28 hnútar.
Horfst í augu.
Þjóðverjarnir höfðu fyrir löngu orðið varir við ferðir bresku herskipana. Hlustunarbúnaður (Neðansjávar) Prins Eugen hafði greint hratt skrúfuhljóð hálfri klukkustund áður og greindu þau sem mjög líklega frá orustuskipi og kl. 05:37 höfðu Bismarck og Prins Eugen haft Prince of Wales í augsýn. Nokkrum mínútum síðar sást til Hood og þá var þýsku skipunum ljóst að þeir voru að mæta breskri flotadeild. Aðvörunarbjöllurnar glumdu um borð í Bismarck og Pris Eugen kl. 05:45 og áhöfnin bjóst til orustu. Lütjens flotaforingja var ætlað að forðast átök við herskip að nauðsynjalausu og koma skipi sínu ósködduðu út á Atlandshaf þar sem hlutverk þess var að ráðast á skipalestir, en hér var orustan ekki umflúin.
Orustan.
Holland skipaði flota sínum svo fyrir kl. 05:37 að venda 40°á stjórnborða, en það táknaði að nú var stefna skipana 280° (VNV) samsíða stjórnborðshlið óvinana. Bresku skipin voru á hröðu stími eða á 29 hnúta hraða og var bilið milli Hood og Prince of Wales um 732 metrar. Það var þó Holland til mikils óhagræðis að skip þeirra bar við morgunskýmuna meðan þýsku skipin voru enn í skugga, en ef fyrri áætlun Hollands um að mæta Bismarck hefði gengið eftir, þá hefði þetta vandamál ekki verið til staðar, en nú var ekki við það ráðið.
Holland ákvað því að minka bilið milli hans og óvinarins eins hratt og mögulegt var en þó miðað við það að geta notað sem flestar fallbyssur sínar í einu. Stórsjórinn sem brotnaði á stafninum svo sæúðann jós yfir skipið gerði þeim þó erfitt fyrir, því sjórinn úðaðist á miðunarsjónaukana í skotstjórnstöð svo illmögulegt reyndist að taka gott mið. Það var Holland einig í óhag að óvinurinn gat nýtt sér allar fallbyssur sínar í einu á meðan Holland gat aðeins nýtt um helming. Að síðust stóð vindstefna þeim í óhag því reykur og sæúði byrgði þeim sýn til óvinaskipana og vissulega hljóta þessir neikvæðu þættir að hafa valdið Holland talsverðum áhyggjum þennan morgun því áhættan var mikil, en engu að síður ákvað hann að láta til skarar skríða.
Kl. 05:55 hafði færið milli andstæðingana styðst í 12,3 mílur (22,8 km) og stefna bresku flotadeildarinnar var nú 300° (ca NA) og með Bismarck á hægri hönd og Prins Eugen á þá vinstri. Holland gaf skipun um að miða á það skip sem þeir töldu vera Bismarck, en var í raun Prins Eugen, en þau mistök voru leiðrétt í snarhasti þegar skotstjórinn á Prince of Wales Colin McMullen, kvað uppúr með það á síðustu stundu að óvinaskipið á hægri hönd væri Bismarck. Lütjens flotaforingi á Bismarck hafði nefnilega látið Prins Eugen sigla á undan til að skanna svæðið fyrir framan með radarnum sínum, því bilun hafði orðið í radarbúnaði Bismarcks eftir að hafa skotið úr fallbyssum sínum í átt að Norfolk deginum áður. ( Radarbúnaður þjóðverja var þá ekki mjög fullkominn og gátu aðeins horft beint fram) ( Bismarck sýndist vera minna skipið þar sem það var fjær) Því taldi Holland að Prins Eugen væri forustuskipið.
Holland gaf skipun um að skjóta ('GOB1') og byssurnar á Hood þrumuðu en kúlurnar stefndu á Prins Eugen. Skipunin um að breyta miðuninni hafði að einhverjum ástæðum ekki skilað sér til skotstöðvarinnar á Hood. Byssur Price of Wales þrumuðu hálfri mínutu síðar og sendu kúlur sínar í átt að Bismarck. Fyrsta kúlnahríðin frá Hood lenti nærri Prins Eugen en olli ekki skipinu skaða. Kúlnahríðin frá Prince of Wales fór yfir Bismarck og lenti í sjónum nokkuð langt frá án þess að valda tjóni.
Eftir að Hood hafði skotið tveim eða þrem hrinum að Prins Eugen færði það miðið yfir á Bismark hvað breskar heimildir hermdu en vitni á Prins Eugen taldi að Hood hafi aðeins beint skotum sínum að þeim.
Um borð í Bismarck var allt til reiðu að hefja skotárás en Lütjens hikaði við að hefja atlöguna og gerðist þá Kafteinn Lindeman heldur óþolinmóður og sagði “Ég læt þá ekki skjóta skipið undan mínum rassi” og gaf þar með leyfi fyrir opinni stórskothríð. Prins Eugen hóf atlöguna og byssur Bismarck þrumuðu skömmu síðar og beindu bæði skipin skothríð sinni að Hood.
Fyrsta skothrinan frá Bismarck lenti nærri stjórnborðshlið Hoods, önnur hrinan á milli Hood og Prince of Wales, en þriðja hrinan hitti á Hood. Átta tommu sprengikúla frá Prins Eugen sprakk á bátadekkinu við aðalmastrið og olli þar talsvert miklu tjóni og við sprenginguna kviknaði eldur í bjögunarvesta geymslunni. Eftir sjöttu skothrinu Prins Eugen á Hood færði það miðið á Princ of Wales.
Hood sökt.
Þjóðverjarnir höfðu greinilega náð góðu miði á Hood því kúlurnar féllu allar mjög nærri og allt í kringum skipið. Holland gaf skipun um að sveigja á bakborða sem gaf þeim betra skotfæri fyrir aftari fallbyssurnar, en þá var Price of Wales að hefja sína níundu skothrinu, en Bismarck að skjóta í fimta sinn. (Þá var kl:6 að morgni) Ein eða tvær 15 tommu sprengikúlur frá Bismarck hittu skotmarkið og komu í byrðinginn á Hood, líklega undir sjó eða fallið í gegnum lítt binvarin þilförin og sprungið djúpt í skipinu þar sem skotfærageimslur þess voru.
Í fyrstu virtist Hood loga stafnana á milli en svo kvað við ægileg sprenging og himinhá eldsúla steig upp af miðju skipinu sem endaði í svepp í mikilli hæð. Mínútu síðar sást ekkert á hafinu þar sem Hood átti að vera nema örlítil reykjarslæða sem barst undan vindi. Hood hinn harði hafði fengið bilmingshögg og horfið í kolsvart hafið á einu augnabliki.
Prince of Wales gaf eftir og hélt undan enda margar byssur skipsins gengnar úr skorðum. Bismarck og Prins Eugen héldu ferð sinni áfram í suður átt, en eltingaleikurinn við þýsku skipin hélt áfram og barst um þvert og endilangt Norður Atlantshaf.
Af 1.418 mönnum af Hood komust aðeins af þrír menn. Þeir voru William Dundas miðskipsmaður, Robert Tilburn sjóliði og Ted Briggs merkjamaður. Þeim var bjargað um borð í tundurspillinn HMS Electra.
Sögu orustuskipsins HMS Hood og hildarleiksins á Atlantshafi má lesa á vefsíðunni. http://www.hmshood.com/index.htm
No comments:
Post a Comment