10/07/2010

Hellisey VE 503 ferst við Vestmannaeyjar.

Þann 11 Mars 1984 fórst Hellisey VE 503 austur við stórhöfða á Heimaey. Fjórir ungir menn fórust með Hellisey en stýrimaðurinn Guðlaugur Friðþórsson synti 5 km og gekk 2 km yfir úfið hraun til byggða.

Ekki fréttist af slysinu fyrr en kl. 7 morguninn eftir, er stýrimaðurinn á bátnum, Guðlaugur Friðþórsson, sem þá var 22 ára, barði að dyrum á fyrsta húsinu sem hann kom að og skýrði frá því sem gerst hafði. Þá hafði hann verið á sundi í um 6 klukkustundir að því að talið er og að auki gengið berfættur yfir úfið apalhraun um tveggja km leið úr fjörunni.Skipverjar á Hellisey voru að toga um 3 mílur austur af Stórhöfða á sunnudagskvöldið þegar trollið festist í hraunkambi utan í svokallaðri Ledd. Tilraunum þeirra til að losa trollið lyktaði með því að bátnum hvolfdi mjög skyndilega án þess að hægt væri að skjóta út lífbátum eða senda út neyðarkall. Blíðskaparveður var þegar slysið varð, norðanandvari, heiðskírt og 2. stiga frost.
Björgun Guðlaugs þótti einstætt afreksverk og var talið ganga kraftaverki næst.

No comments:

Post a Comment