10/07/2010

"Give my love and the crew’s love to their wives and families"

Brúin á Ross Cleveland (mynd: bbc)Breski togarinn Ross Cleveland H-61 frá Hull var einn af 20 breskum togurum sem stunduðu fiskveiðar úti af Vestfjörðum í janúar og febrúar 1968. Í áhöfn skipsins voru 19 menn, þar af 12 giftir og flestir feður. Skipið leitaði vars inn á Ísafjarðardjúpi síðla kvölds 4.febrúar 1968 eftir að fárviðri og ísingarveður (meira en 30 m/s úr norðaustri og tólf gráðu frost) hafði skollið  á þá um kvöldið. Áhöfnin barðist við að mölva ísinn af rekkverki og loftnetum, en meiri ís hlóðst á skipið en hafðist undan að brjóta af og með þeim skelfilegu afleiðingum að togarinn fórst vegna yfirísingarinnar. Þá var Ross Cleveland staddur um þrjár mílur út af Arnarnesi skömmu fyrir miðnætti og fórst með allri áhöfn utan einum manni sem bjargaðist, en það var fyrsti stýrimaðurinn Harry Eddom sem bjargaðist á gúmbát við illan leik, en gúmmíbjörgunarbátinn rak inn í Seyðisfjörð og var Harry bjargað af Guðmanni Guðmundssyni.  Loftskeytamaður af breskum togara við Íslandsstrendur heyrði síðasta kall skipstjórans af Ross Cleveland "Give my love and the crew’s love to their wives and families"
  
Annar breskur togari, Notts County GY 643, strandaði við Snæfjallaströnd í þessu sama veðri en áhöfninni var bjargað af varðskipinu Óðni sem skömmu áður hafði verið að fylgja Ísfirska fiskibátnum Heiðrúnu II frá Bolungarvík áleiðis til Ísafjarðar allt þar til varðskipið þurfti að kveðja þegar neyðarkall barst frá Notts Country. Skömmu síðar fórst Heiðrún II og með henni sex menn, þar af faðir og tveir ungir synir hans.
Heiðrún II var smíðaður hjá Þ&E á Akranesi árið 1963 og hét þá Páll Pálsson GK 360.En árið 1966 keypti Einar Guðfinnsson í Bolungarvík bátinn.
 
Það fórust 25 manns í þessu veðri á Ísafjarðardjúpi sem gjarnan er líkt við Halaveðrið 1925.
 
Frá því 13.janúar höfðu 59 breskir sjómenn frá Hull farist á Íslandsmiðum og við Noregsstrendur (Af togaranum St. Romanus) auk eins frá nágranabænum Grimsby en hann var af togaranum Notts County.
Lily Bilocca hrausleika kona sem kölluð var móðir allra togarasjómanna stóð fyrir undirskriftum og mótmælum í breska þinginu og hvatti til þess að öryggisbúnaður breskra togarasjómanna yrði stórbættur. Krafa hennar og 7000 annarra eiginkvenna togarasjómanna voru m.a. að í hverjum togara skildi vera loftskeytamaður og skipunum skylt að tilkynna sig á 12 tíma fresti.

Féllu æðrulaust fyrir látlausri skothríð.

Þó svo að Ísland væri hernumið hlutlaust land í heimstyrjöldinni síðari, (1940-1945) þá mátti þessi litla þjóð sjá á eftir 6 skipum og 80 mannslífum af völdum þýskra kafbáta á Norður Atlantshafi og var síðutogarinn Reykjaborg RE fyrsta íslenska fórnarlamb þessara sæúlfa Karls Dönits yfirmanns þýska kafbátaflotans.


Fyrsta fórnarlambið bv.Reykjaborg RE 64
Reykjaborg var 687 tonna togari smíðaður í Wimille & Cie, skipasmíðastöðinni í Boulogne í Frakklandi 1927 (hét fyrst Cap à l´Aigle). Skipið var keypt hingað til lands 24.febrúar 1936 og var þá stærsti togari íslenska flotans. Eigandi skipsins var Mjölnir hf. (Kristján Ó Skagfjörð). Það var m.a. búið vélum til framleiðslu á fiskimjöli um borð í skipinu.  Í mars árið 1941 var togarinn í fiskflutningum og hélt frá Reykjavík þann 6. áleiðis til Fleetwood á Englandi, Á togaranum var 14 manna áhöfn og einn farþegi. (Runólfur Sigurðsson skrifstofustjóri fiskimálanefndar) Þann 10 mars 1941 var Reykjaborg stödd 459 sjómílur suðvestur af Íslandi (58.24N11.25W Sjá kort af staðnum ) þegar kafbáturinn U-552 réðst á togarann og var klukkan þá á bilinu 23.14 og 23.47 (Kl. 21:25 samkv. skipsklukku Reykjaborgar). Árásina bar þannig að í myrkri og urðu skipverjar fyrst varir við að skotið var yfir togarann frá bakborða og lenda kúlurnar í sjónum öndvert við togarann en síðan upphófst stöðug skothríð á skipið ofan þilja. Skipstjóri togarans ákvað  þá að stöðva skipið.  

Bátur Rauða Djöfulsins (U-552)
U-552 var smíðaður í Hamborg 1939 ( sjósettur árið 1940) og var hinn alræmda kafbátahetja Erich Topp við stjórnvölinn. Reykjaborgin var annað skipið sem hann réðst á og sökkti í þessari árásarferð sem staðið hafði í þrjár vikur og var önnur árásarferð kafbátsins. U-552 var á heimleið þegar á vegi hans var varnarlaus íslenskur togari. Erich ákvað að sökkva honum, en þá kom upp bilun í skotbúnaði fyrir tundurskeytin og því notaði hann vélbyssu kafbátsins til að sökkva togaranum. Samtals skaut kafbáturinn 103 hrinum af dekkbyssu kafbátsins og 592 hrinum úr 2cm hlaupvíðri AA byssu.

Björgunarfleki finnst á reki.
Togarinn Vörður frá Patreksfirði fann nokkrum dögum síðar mannlausan sundurskotinn björgunarfleka af Reykjaborginni 170 sjómílur Norður af St. Kilda á Hebridaeyjum. Á flekanum fannst aðeins ullarteppi vatnskútur og eitt björgunarbelti. (Flekinn var 2m x1,5 m og á flotholtum gerðum af 6 blikktunnum).

Blóðug aftaka í náttmyrkri.
Flestir skipverjanna höfðu fallið af völdum skothríðarinnar sem að þeim var beint er þeir reyndu að leita skjóls hvar sem slíkt var að finna.Tveir menn komust af (Eyjólfur Jónsson og Sigurður Hansson) en illa sárir eftir kúlnahríðina frá U-552. Eldur hafði brotist út í sundurskotinni brú togarans og stóð skipið fljótlega í björtu báli. Skipverjar reyndu að sjósetja björgunarbát og fleka undir stanslausri kúlnahríð kafbátsins og féllu menn hver á eftir öðrum æðrulaust, svo naumast heyrðist frá þeim stuna eða hósti. Kafbáturinn sveimaði í hring um togarann en linnti þó ekki skothríðinni. Vélbyssurnar gelltu stanslaust án nokkurar miskunnar á togarann sem brátt tók að sökkva og stóð árásin yfir í hart nær klukkustund.

 Tveir menn lífs.
Næstu tvo og hálfan sólarhring hímdu tveir menn lifandi en sárir á sundurskotnum flekanum, en þriðji maðurinn sem komst í flekann var nú látinn af sárum sínum. Tvö Íslensk skip sigldu framhjá í fjarska og von um björgun virtist lítil og sjór tók að ýfast. Á fjórða degi urðu þeir varir við skipalest og var þeim félögum bjargað um borð í breskt herskip. Þeir dvöldu síðan á Bresku sjúkrahúsi í nokkrar vikur.

Hetja eða hryðjuverkamaður?
Kafbátnum U552 var sökkt í Wilhelmshaven 2.maí 1945. Erich Topp sökkti samtals 34 skipum á sínum ferli og var þriðji afkastamesti kafbátsforingi þjóðverja. Erich gekk í þýska sjóherinn 1934 og þjónaði á herskipinu Karlsruhe þar til hann gekk í þjónustu kafbátaflotans árið 1937. Ári síðar varð hann foringi á U-47 og skömmu síðar kafteinn á U- 57 sem undir hans stjórn sökkti 6 skipum. Eftir að U-57 sökk 3.september 1940 eftir árekstur við norskt skip tók hann við kafbátnum U-552 sem gekk undir nafninu –Bátur Rauða Djöfulsins-  Eftir stríðið gerðist Erich fiskimaður um nokkra mánaða skeið á meðan hann stundaði nám við arkitektúr. Árið 1958 gekk hann aftur í sjóherinn og starfaði um tíma í Bandaríkjunum á vegum NATO. Erich gaf út endurminningar sínar í bókinni Fackeln über dem Atlantik árið 2001. (Mittler & Sohn Verlag gaf út.) Um aðrar bækur má nefna The Odyssey of a U-Boat Commander. Erich fæddist 2.júlí 1914 í Hanover í Þýskalandi, hann lést 26. desember 2005.  
Í skipshöf Reykjaborgar voru þessir menn:
Ásmundur Sigurðsson skipstjóri, Ásmundur Sveinsson 1. stýrimaður, Óskar Þorsteinsson 1. vélstjóri, Daníel Oddson loftskeytamaður, Guðjón Jónsson 2.stýrimaður, Gunnlaugur Ketilsson 2. vélstjóri, Jón Lárusson matsveinn, Óskar Ingimundarson kyndari, Óskar Vigfússon kyndari, Sigurður Hansson kyndari, Þorsteinn Karlson háseti, Hávarður Jónsson háseti, Árelíus Guðmundsson háseti, Eyjólfur Jónsson háseti, Runólfur Sigurðsson farþegi.

Línuveiðarinn Fróði

Þýskur kafbátur ræðst á varnarlausa fiskimenn.

Línuveiðarinn Fróði frá Þingeyri var byggður árið 1922. Skipið kom hingað til lands 1924 og var þá í eigu  Þorsteins Eyfirðings. Í byrjun árs 1941 kom skipið úr klössun og hafði þá verið lengt töluvert.(123 smálestir brúttó en var áður 95 lestir) Línuveiðarinn Fróði var afar fengsæll og happadrjúgt skip á sinni tíð.

Fróði var staddur um 200 sjómílur suður af Vestmannaeyjum kl. 6 að morgni þann 11.mars 1941 á leið til Fleetwood á Englandi með fiskfarm þegar kafbáturinn U-74 réðst á skipið. Kafbáturinn skaut þremur skotum að skipinu og ákvað þá skipstjórinn á Fróða að láta stöðva vélarnar og skipaði áhöfninni að fara í bátanna þegar í stað. Á meðan áhöfnin var að bjástra við að sjósetja skipsbátinn hóf kafbáturinn nýja skothrinu og í millitíðinni hafði sprengikúla hæft brúna á Fróða  sem sundraðist að mestu leiti og féllu þeir menn sem þar voru staddir. Björgunarbáturinn varð fljótt sundurskotinn og einn af þeim mönnum sem staddur var á bátadekkinu fékk í sig skot og féll örendur og skömmu síðar særðist skipstjórinn á Fróða lífshættulega.

Stýrimaðurinn fallinn.
Sverrir Torfason matsveinn var vakinn skömmu fyrir kl.6 um morguninn og sagt að verið sé að gera árás á skipið og að áhöfnin væri að fara í bátana. Á meðan hann var að klæða sig kom sprengikúlan í brúna fyrir ofan hann með miklum hvelli og splundraði yfirbyggingunni. Stjórnborðsmeginn í brúnni féllu tveir hásetar, (Gísli Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson) en í dyrunum bakborðsmeginn féll stýrimaðurinn. (Sigurður Jörundsson) Allt umturnaðist í Stýrishúsinu og ljósin slokknuðu og brúin fylltist af gufusvækju þegar ofnpípa fór í sundur. Tveir aðrir menn voru í brúnni þegar sprengikúlan sprakk, skipstjórinn og einn háseti sem komst lífs af en vankaður eftir að hafa fengið kompásinn í höfuðið.

Vélstjórinn særður.
Þegar skipstjórinn kemur út á bátadekkið kemur önnur skothrina frá kafbátnum og tætir skipsbátinn í tvennt, rétt eins og hann hefði verið sagaður sundur. Sveinbjörn 1.vélstjóri brá sér þá inn í herbergi sitt til að sækja sér jakka en fær þá skot í báða handleggi sem komu í gegnum þilfarið stjórnborðsmeginn. Skömmu síðar særðist skipstjórinn þar sem hann stóð á bátadekkinu og kallar hann á Sveinbjörn að hann sé særður. Þrátt fyrir að Sveinbjörn væri illa leikinn skrönglaðist hann upp í brú til að sækja sjúkrakassann og ber hann niður á bátadekkið svo hægt sé að huga að sárum skipstjórans.

Stefnan tekin heim.
Sverrir skýst nú upp þegar skothríðinni linnti ásamt Guðmundi háseta. Þeir bera nú helsærðan skipstjórann niður í káetu og reyna að hjúkra honum þar. Þá er kallað til þeirra að það liggi særður maður á dekkinu. það var Steinþór Árnason og var hann illa sár. Sverrir og Guðmundur báru hann einnig niður í káetuna og reyndu að gera sitt besta til að hjúkra þessum mönnum. Eftir að hafa bundið um sár mannanna hófu þeir félaga að gera ráðstafanir til að sigla skipinu heim eftir leiðbeiningum skipstjórans og var stefnan tekin Norðvestur.

Það var orðið albjart þegar hér var komið og kafbáturinn horfinn af yfirborðinu. Kyndararnir tóku til höndunum við að koma vélinni á hreyfingu. Þeir sem voru uppistandandi könnuðu skemmdirnar á skipinu hágt og lágt. Það kom í ljós að kafbáturinn hafði skotið á skipið allt um hring. Um þetta leiti er verulega dregið af Steinþóri og andast hann skömmu síðar.

Skaftfellingur kemur til hjálpar.
Daginn eftir er Fróði staddur 90 sjómílur suður af Vestmannaeyjum og verða þeir þá varir við skip og gera vart við sig með því að skjóta upp flugeldum, (Talstöð þeirra hafði eyðilagst í skotárásinni). Þetta skip var Skaftfellingur og sendi skipstjórinn á honum skeyti til lands og bað um að skip yrði sent til aðstoðar Fróða.

Aðstoðarskipið fór á mis við þá um nóttina og kl 9 næsta morgun deyr skipstjórinn af sárum sínum. þá er Fróði kominn nærri landi og klukkan 16 þennan dag leggst fróði að Bryggju í Vestmannaeyjum. Af 11 manna áhöfn lifðu 6 skipverjar.

Þeir sem létust í árásinni voru:  Gunnar Árnason skipstjóri, Sigurður V Jörundsson stýrimaður, Steinþór Árnason háseti (bróðir skipstjórans) Gísli Guðmundsson háseti og Guðmundur Stefánsson háseti.


U-74 var hleypt af stokkunum 31.ágúst 1940 í Vulkan Vegesack Werft kafbátastöðinni í Bremen. Kafbátsforingi var Eitel-Friedrich Kentrat (f.11. September 1906 í Stahlheim/Lothringen, d. 9. Janúar 1974 í Bad Schwartau) Línuveiðarinn Fróði var fyrsta skipið sem Eitel gerði atlögu að á sínum ferli. U -74 gerði atlögu að 7 skipum þar til að kafbátnum  var sökkt af breskum tundurspilli (HMS Sealion) austur af Cartagena, á Spáni 2.maí 1942, ( 37.32N  00.10A) U-74 kom nokkuð við sögu þegar eltingaleikurinn við Biskmarck stóð sem hæðst.

L.v.Pétursey IS 100

Íslenski fáninn sagaður út með vélbyssu.

Línuveiðarinn Pétursey frá Ísafirði (Pjetursey ÍS 100) var smíðaður í Noregi fyrir Mathias Gilsvik Askvoll árið 1923 og hét þá Solundir. Seinna var skipið selt til Íslands og gekk þá undir nafninu Poul en að síðustu var skipinu gefið nafnið Pétursey. (Skipstjóri Þorsteinn Magnússon)

Lagt á hafið í hinsta sinn.
Árið 1941 þann 12.mars var Pétursey á leið til Fleedwood á Englandi með fullfermi af fiski. Skipið hafði lagt af stað frá Ísafirði þann 8.mars, með viðkomu Í Vestmannaeyjum þar sem tekin voru kol. Þar fóru báðir vélstjórarnir frá borði og tveir aðrir fengnir í þeirra stað og voru þeir báðir úr Reykjavík. Skömmu fyrir hádegi þann 10 mars (Sama dag og Reykjaborg var skotinn í kaf)  lagði Pétursey upp í sína hinstu för. Að morgni 12 mars var Pétursey stödd um 240 sjómílur suður af Vestmannaeyjum í góðu veðri og sigldi skipið á fullri ferð, en um þetta leiti mættu þeir vélskipinu Dóru sem var að koma frá Englandi og var þá allt í stakasta lagi. En kl.18:05 þann dag réðst kafbáturinn U-37 á Pétursey djúpt suður af Íslandi (58.40N13.40W). Við árásina notaði kafbáturinn öfluga vélbyssu auk 37mm AA byssu (Loftvarnarbyssa). (Fyrstu hrinurnar misstu marks, sem hefði getað gefið áhöfn Péturseyjar tíma til að yfirgefa skipið.)

Eftir að skytturnar á U-47 höfðu hitt skipið nokkrum sinnum, þá færði kafbáturinn sig nær og vélbyssuskyttan hóf að saga út með skothríð, íslenska fánan sem sem málaður var á stafnbóg togarans. Skytturnar linntu ekki skothríðinni fyrr en togarinn sökk.

Kafbátsmenn hugðu nú að því hvort áhöfn togarans væru á reki eða á sundi einhverstaðar í grennd við hið sokkna skip, en urðu einskins varir. Enginn var til frásagnar um afdrif hinna 10 íslensku sjómanna á Pétursey.

Um þetta leiti ákváðu Íslensk stjórnvöld að banna siglingar milli Bretlands og Íslands tímabundið. Nokkru síðar lýstu þjóðverjar yfir hafnbanni á Ísland.

Asmus Nicolai Clausen var kafbátaforingi á U-37 1940-1941 en síðan á kafbátunum U-129 og U-182. Sökkti hann 23 skipum auk eins herskips á sínum ferli. Hann hlaut mörg heiðursmerki fyrir þessi ‘afrek' sín. Asmus þjónaði fyrst á Vasaorustuskipinu Admiral Graf Spee árið 1939. Hann fórst með U-182 þegar honum var sökkt 16.maí árið 1943 af Ameríska tundurspillinum USS Mackenzie á Indlandshafi. Örlög U-37 urðu þau að hann var eyðilagður við stríðslok 8 Maí, 1945 í Sonderburgflóa að skipan Dönitz.


Skipverjar á Pétursey voru eftirfarandi:
Þorsteinn Magnússon skipstjóri, Hallgrímur Pjetursson stýrimaður, Guðjón Vigfússon 1.vélstjóri, Sigurður Jónsson 2. vélstjóri, Kristján Kristjánsson kyndari, Ólafur Ó Gíslason kyndari, Theodór Jónsson matsveinn, Ólafur Kjartansson háseti, Halldór Magnússon háseti, Hrólfur Þorsteinsson háseti.

Manndráp á miðunum

Vélbáturinn Hólmsteinn ÍS 155 var 14 tonna eikarbátur, gerður út frá Þingeyri vorið 1941. Eigandi var Kaldbakur hf.

Föstudaginn 30.maí 1941 fór Hólmsteinn í hefðbundinn róður út af Vestfjörðum. Um borð voru fjórir þaulvanir sjómenn og veður hið ákjósanlegasta til fiskveiða á miðunum vestur af Dýrafirði. Síðan spurðist ekkert til Hólmsteins né áhafnarinnar og í landi var fólk farið að óttast um hann. Bátur var þá sendur frá Þingeyri til leitar ásamt varðskipinu Óðni. Einnig leitaði flugvél (Haförninn) á stóru svæði, en ekkert fannst nema 6 bjóð. Þann 5 júní fann síðan vélbáturinn Kveldúlfur frá Hnífsdal tvo tóma lóðastampa (hálftunnur) um 28 sjómílur NV af Deild.(beint út af Dýrafirði) og talið var víst að lóðastamparnir væru frá Hólmsteini komnir.

Það vakti athygli manna að lóðastamparnir frá Hólmsteini vor með kúlnagötum, auk þess sem í þeim fannst sprengjubrot sem benti til þess að skipverjar á Hólmsteini hefðu lent í skothríð. Það var hald manna að Hólmsteinn hafi óvart lent á átakasvæði Þýskra og Breskra herskipa sem börðust nú um yfirráðin yfir Atlantshafi.
Ódæðismaðurinn Walter Kell
Hólmsteinn hafði verið við fiskveiðar út af Dýrafirði í sæmilegu veðri þegar Walter Kell foringi á kafbátnum U 204 varð var við Vb.Hólmstein. Um kl 5:15 um morguninn (31.maí) kom kafbáturinn úr kafi og réðst á fiskibátinn fyrirvaralaust með vélbyssu og sökkti honum. Stóð árásin í um klukkustund. Í árásinni fórust einnig skipverjarnir fjórir.

Hólmsteinn var fyrsta fórnarlamb Walter Kell á kafbátnum U-204. Erfitt er að glöggva sig á hvað Walter gekk til með að ráðast á svo lítilfjörlega bráð sem augljóslega hafði engan tilgang og hafði í raun ekkert með gang styrjaldarinnar að gera. Hinsvegar höfðu þjóðverjar lýst því yfir að N-Atlantshafið væri ófriðarsvæði og að öll skip og bátar sem þar færu um væru lögmæt skotmörk.

Skipverjar á Hólmsteini voru:
Ásgeir Sigurðsson formaður frá Bolungarvík, Níels Guðmundsson, Helgi Jóhannsson og Guðmundur Kristjánsson, allir frá Þingeyri.

Walter Kell var fæddur 14.desember 1913. Hann fórst með kafbátnum U-204 þann 19 oktober 1941 þegar honum var sökkt af korvettunni  HMS Mallow.

Togarinn JÚLÍ ferst á Nýfundnalandsmiðum

Í Morgunblaðinu 12. febrúar 1959 var greint frá því að óttast var um togarann:
ÓTTAST er um afdrif togarans Júli frá Hafnarfirði, en hann var á Nýfundnalandsmiðum, er stórviðrið brast þar á sl. laugardag. Þrjátíu manna áhöfn er á skipinu, en skipstjóri er Þórður Pétursson. — Siðast spurðist til togarans Júlí sl. sunnudag, er togarinn Austfirðingur telur sig hafa heyrt til skipsins og virtist þá ekkeit að um borð. Skömmu eftir að fárviðrið skall á sást til skipsins af togaranum Júni og er það hið síðasta, sem til togarans hefur séset. Skipulögð leit var hafin að togaranum á sjó og úr loftt en sú Ieit hefur enn engan árangur borið. Fóru m. a. tvær flugvélar frá Keflavíkurflugvelli vestur yfir hafið og voru þær búnar fullkomnum ratsjártækjum til leitarinnar. Annars hefur leitinni verið stjórnað frá stöðvum á Nýfundnalandi.
Óveðrinu slotaði ekki fyrr en á mánudagskvöld. Veðurhæð hafði verið m.kil, frost 10—11 stig, og hlóðst þvi mikill ís á togarana, s.m staddir voru á þessum slóðum.

Daginn áður hafði svohljóðandi tilkynning borist frá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar:
Togararnir   Júní  og  Júlí  eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fóru á veiðar á laugardagskvöld 31. jan. Skeyti barst frá togaranum Júlí, að hann hefði byrjað veiðar á svokölluðum Ritubanka á Nýfundnalandsmiðum kl. 13.00 föstudaginn 6. þessa mánaðar og frá togaranum Júní um að hann hefði byrjað veiðar kl. 4.00 aðfaranótt laugardags 7. þessa mánaðar. Á sunnudag bárust þær fréttir af veiðum togaranna að þeir hefðu hvor um sig verið búnir að fá um eða yfir 100 tonn er veiðar hefðu hætt þegar hvessti á miðunum kl. 17.00 á laugardag. Kl. 17.00 sl. mánudag barst Bæjarútgerðinni skeyti frá togaranum Júní þess efnis að hann væri á heimleið vegna veðurs og frosts. Kl. rúmlega 22,00 á mánudagskvöld barst ennþá skeyti frá Júní, þar sem skýrt var frá því að ekki væri vitað með vissu að heyrst hefði frá togaranum Júlí síðan kl. 23,30 á laugardagskvöld. Jafnframt skýrði Júní frá því að eitt skip teldi sig hafa heyrt í Júlí kl. 19,30 á sunnudagskvöld.
Eftir miðnætti aðfaranótt mánudags þegar útgerðin hafði staðið í frekari skeytasambandi við togarann Júní, og komið hafði fram að leit á sjó að togaranum Júlí að óbreyttu veðri, væri illframkvæmanleg. Snéri Bæjarútgerðin sér til Slysavarnarfélags fslands og óskaði eftir að ráðstafanir yrðu gerðar til að leit yrði hafin að skipinu með flugvélum strax og veður leyfði. Slysavarnarfélagið gerði þá strax um nóttina allar ráðstafanir til þess að leit yrði hafin. í gær fékkst staðfest að heyrst hefði til b.v. Júlí kll 7,50 á sunnudagsmorgun og kl. 19,30 á sunnudagskvöld, og var þá ekki að heyra að neitt væri að. Það upplýstist einnig að Júlí hafði farið suður frá Ritubanka og var á laugardag staðsettur á 50 gr. 27. mín N-breiddar og 50 gr. 47 mín V-lengdar, en einmitt þar voru aðrir íslenzkir togarar staddir á laugardag.

Með togaranum fórust 30 sjómenn 16-48 ára flestir frá Reykjavík —
39 börn urðu föðurlaus eftir sjóslysið.
Júlí GK var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi  árið 1947.

Hellisey VE 503 ferst við Vestmannaeyjar.

Þann 11 Mars 1984 fórst Hellisey VE 503 austur við stórhöfða á Heimaey. Fjórir ungir menn fórust með Hellisey en stýrimaðurinn Guðlaugur Friðþórsson synti 5 km og gekk 2 km yfir úfið hraun til byggða.

Ekki fréttist af slysinu fyrr en kl. 7 morguninn eftir, er stýrimaðurinn á bátnum, Guðlaugur Friðþórsson, sem þá var 22 ára, barði að dyrum á fyrsta húsinu sem hann kom að og skýrði frá því sem gerst hafði. Þá hafði hann verið á sundi í um 6 klukkustundir að því að talið er og að auki gengið berfættur yfir úfið apalhraun um tveggja km leið úr fjörunni.Skipverjar á Hellisey voru að toga um 3 mílur austur af Stórhöfða á sunnudagskvöldið þegar trollið festist í hraunkambi utan í svokallaðri Ledd. Tilraunum þeirra til að losa trollið lyktaði með því að bátnum hvolfdi mjög skyndilega án þess að hægt væri að skjóta út lífbátum eða senda út neyðarkall. Blíðskaparveður var þegar slysið varð, norðanandvari, heiðskírt og 2. stiga frost.
Björgun Guðlaugs þótti einstætt afreksverk og var talið ganga kraftaverki næst.

Hafrannsóknarskipið Pourqoui- Pas strandar.

Carchot-slysið.

Hafransóknarskipið Pourqoui Pas var smíðað  á árunum 1907 til 1908 í Saint-Malo í frakklandi fyrir tilstuðlan hins merka franska vísindamanns dr. Jean Charcot og nefndi hann skipið þessu nafni sem þýða mætti "Hversvegna ekki" Hann hafði sjálfur að mestu hannað skipið til þess að gegna sínu sérstæða hlutverki sem hafrannsóknarskip og til að þola siglingar um íshafið. Skipið var 825 tn. þrímastra seglskip en hafði gufuvél til hjálpar. Hann sigldi því síðan pólanna á milli í allmörg ár eða þar til Pourqoui Pas strandaði á skerinu Hnokka út frá Straumfirði á Mýrum í Borgarfjarðarsýslu miðvikudaginn 16.september 1936.


Haldið úr höfn.

Skipið hafði létt akkerum í Reykjavíkurhöfn á hádegi deginum áður og var komið vestur fyrir Garðskaga kl 6 um kvöldið þegar óveður skall á. Skipstjórinn ákvað þá að snúa skipinu við og leita vars undan veðrinu. Snemma að morgni miðvikudagsins 16.september rakst skipið á sker og kom þá strax leki að því með þeim afleiðingum að sjór fossaði niður í vélarúm skipsins og olli þar ketilsprengingu sem gerði skipið bjargarlaust. Skipverjar allir fóru nú í björgunarvesti og og fundu sér flotholt og björgunarhringa. Þeir reyndu að koma björgunarbátum skipsins fyrir borð, en sú tilraun mistókst vegna þess hve mikill sjór gekk yfir skipið og bátarnir ýmist brotnuðu eða sukku. Skipstjórinn skipaði nú svo fyrir að hver yrði að bjarga sér svo best hann gæti. Skipverjar voru nú alveg bjargarlausir á strönduðu skipinu og þrutu smám saman af úrræðum og kröftum á meðan skipið brotnaði stöðugt undan þeim og skolaði þeim einum af öðrum fyrir borð.


Eugene Gouidec lifir einn af.

Af 40 skipverjum komst aðeins einn maður af, en hann hét Eugene Gouidec þá 29 ára gamall og var þriðji stýrimaður á Pourqoui Pas. Hann hafði verið á verði fram til kl 4 um nóttina en þá lagst í koju en ekki orðið svefnsamt og hélt hann því aftur upp á stjórnpall, en þá var klukkan orðinn 5 að morgni. Skömmu síðar var hann sendur undir þiljur eftir sjókortum, en í þeim svifum sem hann kemur aftur á stjórnpall steytti skipið á skerinu. Menn reyndu nú að virkja dælur og koma upp seglum en hvorugt gekk. Skipið kastaðist nú af einu skerinu á annað og stefni þess brotnaði mjög. Gouidec ætlaði fyrst að fara um borð í stóra skipsbátinn en hann brotnaði þegar í spón. Því næst stökk hann um borð við þriðja mann í eina doríuna sem þá var komin útbyrðis en hún sökk undan þeim á skammri stund. Þá náði hann að fleyta sér um stund á litlum viðarbút sem hann komst í tæri við. Nokkru síðar bar Gouidec að landgöngubrú sem flaut frá skipinu og náði hann þar í handfestu og barst með henni nálægt landi ásamt öðrum skipsfélaga sínum sem þó örmagnaðist um síðir, en um hálfrar klukkustundar róður er frá skerinu til lands. Rekhaldið kom að landi þar sem var klettaurð og þótti mildi að hann skildi lifa þetta af, því sjálfur var hann orðinn örmagna og meðvitundarlaus þegar hann fannst.


Menn af Álftarnesi verða strandsins varir.

Þegar birti af degi um morguninn sáu menn frá bæjum í Straumfirði og Álftarnesi til hins strandaða skips, en þó óljóst því enn var svo mikið særok og öldurót að vart sást annað en siglutré skipsins, en menn töldust þó vissir um hvaða skip var hér á ferðinni. Sími var þá kominn á þessa bæi en oft á tíðum var sambandið brösótt, en þrátt fyrir það tókst að gera Slysavarnarfélaginu viðvart. Af Akranesi fór vélbáturinn Ægir til að freista þess að komast í námunda við hið strandaða skip. Á sama tíma var varðskipið Ægir útbúið til ferðar frá Reykjavíkurhöfn og danska varðskipið Hvidbjörnen sem statt var í Hvalfirði dró þegar upp akkeri og hélt á slysstað. Menn af Álftarnesi hófu þá strax að ganga fjörur en ekkert var þá enn farið að reka frá skipinu.

Varðskipin tvö komust þó ekki lengra en að Þormóðsskeri og brugðu þá tveir menn af varðskipinu Ægi á það ráð að fara í vélbátinn frá Akranesi og höfðu þeir línubyssu meðferðis og um hádegisbil náði svo vélbáturinn alveg að skipsflakinu. Þá stóð aðeins eitt af þrem siglutrjám hafrannsóknarskipsins enn uppi. Skipverjar fundu nú engan mann á lífi í flakinu og tóku þeir þá að leita uppi lík skipverja sem flutu sum í námunda við skerið. Að morgni næsta dags höfðu björgunarmenn fundið 22 lík skipverja af Pourqoui Pas. þau voru lögð hlið við hlið í túnbrekku skammt frá bænum og þar á meðal lík leiðangurstjórans dr.Jean Charcots.


Bjargvættir í Straumsfirði.

Gouidec þriðji stýrimaðurinn á Pourqoui Pas hafði komist í land skammt frá Straumfirði og voru þar tveir menn í fjörunni sem tóku á móti honum og leiddu hann heim á bæ þar sem hann fékk aðhlynningu og heitt kaffi en úr fötunum vildi hann ekki í fyrstu þó gegnblaut væru. Hann hafði að auki fengið svo mikla sjávarseltu í augun að hann var nær orðinn sjónlaus, en daginn eftir var hann þó orðinn vel ferðafær. Kristján Þórólfsson heimilismaður í Straumfirði hafði séð til landgöngubrúarinnar á reki kl.9 um morguninn skammt frá landi við svokallaða Hölluvör. Skipverjinn lá þar í sjónum hálfpart undir stiganum og hélt sér með annarri hendi en hafði hina undir hnakkanum. Þegar rekhaldið kenndi grunns sleppti maðurinn takinu og barst hann með öldu inn í víkina þar sem Kristján náði taki á hönd hans, en þarna voru klettar sleipir og skriplaði honum fótur og féll því Kristján sjálfur í sjóinn, en náði hann þó að drösla skipbrotsmanni á land með hjálp Guðjóns Sigurðssonar bónda í Straumsfirði sem kom nú aðvífandi.


Hafrannsóknir við Grænland.

Tíu dögum áður hafði Pourqoui Pas verið við rannsóknir við Grænland og orðið fyrir vélarbilun. Þá hafði varðskipið Hvídbjörnen verið fengin til þess að draga skipið til viðgerðar í Reykjavík. En talið var að um smávægilega ketilbilun væri að ræða sem tæki 2 til 3 daga að gera við, en síðar kom í ljós að viðgerð yrði umfangsmeiri en í fyrstu var talið og tafðist því skipið um nokkra daga til viðbótar á meðan menn Stálsmiðjunar í Reykjavík önnuðust viðgerðir og prófanir. Skipið lagði svo úr höfn áleiðis til Kaupmannahafnar.

Hafrannsóknarskipið Pourqoui Pas hafði snúið undan veðrinu þegar það var statt vestur undan Garðskaga eins og áður sagði og vakti það því furðu að skipið hafði borist inn á þessar slóðir og voru uppi getgátur um að skipstjórinn hafi lent í hafvillu eða hreinlega misst stjórn á skipi sínu. Líklegast er þó talið að skipstjórinn hafi ruglast á vitum og tekið Akranesvita fyrir Gróttuvita. Alls fórust 39 af 40 skipverjum hafrannsóknarskipsins 5 vísindamenn 7 yfirmenn og 28 skipverjar aðrir og þar á meðal hinn heimskunni vísindamaður dr Jean Baptiste Charcot (f.18.07.1867) en hann hafði í mörg ár farið í rannsóknarleiðangra með Pourqoui pas um Suður- og Norðurhöf.


Vísindamaðurinn  dr.Jean Charcot

Dr. Jean Charcot var íslendingum að góðu kunnur enda hafði hann haft viðdvöl hér á landi í 14 leiðöngrum með Pourqoui pas um Norðurhöf. Áður en hann hafði farið að venja komur sínar hingað hafði hann hlotið heimsfrægð fyrir rannsónir sínar í Suðurhöfum, einkum fyrir að kanna lönd sem enginn hafði áður stigið fæti á og hann komst lengra suður í Íshafðið á skipi en nokkur annar á fyrir þann tíma og var uppnefndur í vísindaheiminum "The polar gentleman" af breska skipherranum Robert Falcon Scott.

 Á meðan skip hans var til viðgerðar í Reykjavík hafði dr Carchot  verið boðið til Kaupmannahafnar af danska Landfræðifélaginu til þess að halda fyrirlestur um sín vísindastörf og rannsóknir og hugðist hann halda þangað þennan örlagaríka dag.

Af dr. Jean Charcot er það að segja að á þeirri stundu þegar skipstjórinn hafði gefið sína síðustu fyrirskipun um að hver bjargi nú sjálfum sér, þá hélt fræðimaðurinn og vísindamaðurinn dr. Charcot  af stjórnpalli til káetu sinnar til að frelsa úr prísund vin sinn máf nokkurn sem hann hafði fangað á skipinu á meðan á ransóknarleiðangri þess stóð við Grænland og geymdi þar í litlu búri. Hann hafði alið máfinn á ýmsu góðgæti og góðu frönsku víni. Hann flutti máfinn upp á þiljur svo hann gæti fleygur farið ferða sinna þó áhöfnin sjálf væri nú komin í heljar greipar.

 Lík skipverjanna 22 sem fundust voru flutt með viðhöfn til Reykjavíkur með danska varðskipinu Hvidbjörnen í fylgd flögrandi máfa og hver veit nema á meðal þeirra hafi verið máfur Charcots sem einn máfa hafði fengið að dreypa á frönsku víni.

Þýskur kafbátur ræðst á varnarlausa fiskimenn.

Línuveiðarinn Fróði frá Þingeyri var byggður árið 1922. Skipið kom hingað til lands 1924 og var þá í eigu  Þorsteins Eyfirðings. Í byrjun árs 1941 kom skipið úr klössun og hafði þá verið lengt töluvert.(123 smálestir brúttó en var áður 95 lestir) Línuveiðarinn Fróði var afar fengsæll og happadrjúgt skip á sinni tíð.

Fróði var staddur um 200 sjómílur suður af Vestmannaeyjum kl. 6 að morgni þann 11.mars 1941 á leið til Fleetwood á Englandi með fiskfarm þegar kafbáturinn U-74 réðst á skipið. Kafbáturinn skaut þremur skotum að skipinu og ákvað þá skipstjórinn á Fróða að láta stöðva vélarnar og skipaði áhöfninni að fara í bátanna þegar í stað. Á meðan áhöfnin var að bjástra við að sjósetja skipsbátinn hóf kafbáturinn nýja skothrinu og í millitíðinni hafði sprengikúla hæft brúna á Fróða  sem sundraðist að mestu leiti og féllu þeir menn sem þar voru staddir. Björgunarbáturinn varð fljótt sundurskotinn og einn af þeim mönnum sem staddur var á bátadekkinu fékk í sig skot og féll örendur og skömmu síðar særðist skipstjórinn á Fróða lífshættulega.

Stýrimaðurinn fallinn.
Sverrir Torfason matsveinn var vakinn skömmu fyrir kl.6 um morgunin og sagt að verið sé að gera árás á skipið og að áhöfnin væri að fara í bátana. Á meðan hann var að klæða sig kom sprengikúlan í brúna fyrir ofan hann með miklum hvelli og splundraði yfirbyggingunni. Stjórnborðsmeginn í brúnni féllu tvir hásetar, (Gísli Guðmundsson og Guðmundur Stefánsson) en í dyrunum bakborðsmeginn féll stýrimaðurinn. (Sigurður Jörundsson) Allt umturnaðist í Stýrishúsinu og ljósin sloknuðu og brúin fylltist af gufusvækju þegar ofnpípa fór í sundur. Tveir aðrir menn voru í brúnni þegar sprengikúlan sprakk, skipstjórinn og einn háseti sem komst lífs af en vankaður eftir að hafa fengið kompásinn í höfuðið.

Vélstjórinn særður.
Þegar skipstjórinn kemur út á bátadekkið kemur önnur skothrina frá kafbátnum og tætir skipsbátinn í tvent, rétt eins og hann hefði verið sagaður sundur. Sveinbjörn 1.vélstjóri brá sér þá inn í herbergi sitt til að sækja sér jakka en fær þá skot í báða handleggi sem komu í gegnum þilfarið stjórnborðsmeginn. Skömmu síðar særðist skipstjórinn þar sem hann stóð á bátadekkinu og kallar hann á Sveinbjörn að hann sé særður. Þrátt fyrir að Sveinbjörn væri illa leikinn skrönglaðist hann upp í brú til að sækja sjúkrakassann og ber hann niður á bátadekkið svo hægt sé að huga að sárum skipstjórans.

Stefnan tekin heim.
Sverrir skýst nú upp þegar skothríðinni linnti ásamt Guðmundi háseta. Þeir bera nú helsærðan skipstjóran niður í káetu og reyna að hjúkra honum þar. Þá er kallað til þeirra að það liggi særður maður á dekkinu. það var Steinþór Árnason og var hann illa sár. Sverrir og Guðmundur báru hann einnig niður í káetuna og reyndu að gera sitt besta til að hjúkra þessum mönnum. Eftir að hafa bundið um sár mannana hófu þeir félaga að gera ráðstafanir til að sigla skipinu heim eftir leiðbeiningum skipstjórans og var stefnan tekin Norðvestur.

Það var orðið albjart þegar hér var komið og kafbáturinn horfinn af yfirborðinu. Kyndararnir tóku til höndunum við að koma vélinni á hreifingu. Þeir sem voru uppistandandi könnuðu skemdirnar á skipinu hágt og lágt. Það kom í ljós að kafbáturinn hafði skotið á skipið allt um hring. Um þetta leiti er verulega dregið af Steinþóri og andast hann skömmu síðar.

Skaftfellingur kemur til hjálpar.
Daginn eftir er Fróði staddur 90 sjómílur suður af Vestmannaeyjum og verða þeir þá varir við skip og gera vart við sig með því að skjóta upp flugeldum, (Talstöð þeirra hafði eiðilagst í skotárásinni). Þetta skip var Skaftfellingur og sendi skipstjórinn á honum skeyti til lands og bað um að skip yrði sent til aðstoðar Fróða.

Aðstoðarskipið fór á mis við þá um nóttina og kl 9 næsta morgun deyr skipstjórinn af sárum sínum. þá er Fróði kominn nærri landi og klukkan 16 þennan dag leggst fróði að Bryggju í Vestmannaeyjum. Af 11 manna áhöfn lifðu 6 skipverjar.

Þeir sem létust í árásinni voru:  Gunnar Árnason skipstjóri, Sigurður V Jörundsson stýrimaður, Steinþór Árnason háseti (bróðir skipstjórans) Gísli Guðmundsson háseti og Guðmundur Stefánsson háseti.


U-74 var hleypt af stokkunum 31.ágúst 1940 í Vulkan Vegesack Werft kafbátastöðinni í Bremen. Kafbátsforingi var Eitel-Friedrich Kentrat (f.11. September 1906 í Stahlheim/Lothringen, d. 9. Janúar 1974 í Bad Schwartau) Línuveiðarinn Fróði var fyrsta skipið sem Eitel gerði atlögu að á sínum ferli. U -74 gerði atlögu að 7 skipum þar til að kafbátnum  var sökkt af breskum tundurspilli (HMS Sealion) austur af Cartagena, á Spáni 2.maí 1942, ( 37.32N  00.10A) U-74 kom nokkuð við sögu þegar eltingaleikurinn við Biskmarck stóð sem hæðst.

Ernestína ferst

“Farðu í guðs friði, sonur minn, ég kem bráðum  eftir þér”.

Ernestina frá Klaksvik var 2ja siglu skip, 194 br. tonn að stærð, með 100 ha. Bolin hjálparvél. Þann 20. marz 1930 var skipið að veiðum á Selvogsbanka. Eftir hádegi hvessti af ASA með slydduéljum. Var þá skipinu lagt til með rifuðum seglum, þannig að það sneri stefni til lands, og vélin stöðvuð.  Nokkru síðar er hrópað framanaf skipinu, að brim og snjór sjáist framundan á stjórnborða.
Gaf skipstjóri þegar skipun um að leggja skipinu undan, þar sem landið var rétt við stjórnborðsbóg en vélin var ekki komin í gang þó undirbúningur þess væri hafinn. Þegar vélin hafði gengið í 2—3 mínútur með hægri ferð, tók skipið niðri að framan með snöggu og þungu höggi og sneri þá stefnið til lands.
Menn og munir köstuðust til og allt sem ekki var naglfast fór þegar úrskorðum. Mikið brim var umhverfis skipið og gengu ólög yfir það með stuttu millibili, en framundan og uppi yfir skipinu sást óglöggt í snæbarið hamrabelti og var því þegar séð, að ekki myndi landtakan auðveld.

Þar sem stefnið reis töluvert úr sjó, söfnuðust skipverjar saman fram á skipinu fyrst í stað, en síðar fóru flestir þeirra upp í sigluna. Allir tóku skipverjar örlögum sínum af mikilli stillingu, enda Færeyingar miklir trúmenn og fátt mun haldbetra í mannraunum, en þegar saman fara karlmennska og viljaþrek, sem byggt er á einlægri trú.

Þar sem ekki náðist í neina flugelda til að gefa með neyðarmerki, en þeir voru geymdir í káetunni, sem þegar eftir strandið fylltist af sjó, bað 1. stýrimaður Pál Joensen sem var fyrsti vélstjóri,um að fara aftur í vélarrúm og reyna að ná þar í tvist, svo hægt væri að kveikja bál og vekja með því móti athygli annarra skipa á strandinu. áli tókst að komast aftur í vél, n þar var þá þegar kominn mikill sjór og náði Páll því ekki í „tvistinn". Er hann ætlaði upp, varð hann tvisvar að snúa við aftur, sökum ólaga er gengu yfir, en komst þó að lokum við illan leik fram á til félaga sinna.

Reynt var að koma út stórbátnum, sem stóð á stokkum aftan við framsiglu. Gekk illa að losa bátinn, því bæði var, að hann var þungur og að erfitt var að standa að verkinu, þar sem miðþilfarið var oftast undir sjó. Allt í einu reið stórbrot yfir skipið, reif upp bátinn og kastaði honum fram af skipinu, en mönnunum sópaði sjórinn fram í stefni, og lá þar hver um annan þveran þegar aftur fjaraði. í þessu ólagi tók fyrsta manninn fyrir borð, var það ungur piltur, Henry að nafni. Flaut hann skammt frá bakborðsbóg. — Var reynt að bjarga honum, en án árangurs.
 Faðir hans, aldraður maður, Elías að nafni, sem var háseti á skipinu, kallaði til sonar síns: „Farðu í guðs friði, sonur minn, ég kem bráðum  eftir þér". Elías reyndist sannspár, því hann var einn þeirra, sem fórust.
   
Eftir þetta klifu flestir skipverja upp í reiða framsiglunnar, en fimm fóru út á bugspjótið, sem reis hátt úr sjó. Voru það, auk  Páls, 1. stýrimaður, Johann Högnesen, og þrír hásetar. Páll og einn hásetanna, Siska Jacobsen, voru fyrst í stað í netinu undir bugspjótinu, sneru saman og reyndu að halda hita hvor á öðrum, eftir því sem þeir gátu.
Þar kom þó, að netið slitnaði niður. Komst Siska upp á framenda bugspjótsins og hélt sér í framstaginn, en Páll náði í millistaginn og gat haldið sér þar. Lágu þeir á grúfu og kræktu fótum saman undir bugspjótinu. Einhverju sinni er brotsjór reið yfir skipið, svo að bugspjótið fór í kaf, losnaði Johann af því, en hann hafði verið næsti maður fyrir aftan Pál og haldið sér í millistaginn með honum. Honum tókst þó að hanga í stagnum og hrópaði á hjálp. Þegar hér var komið, var Páll orðinn svo stirður og dofinn af kulda, að honum var um megn að hreyfa sig. Tveir menn komu þá ofan úr reiðanum og tókst að ná tökum á öxlum Jóhanns, en um leið reið annar brotsjór yfir og færði að nýju alla, sem á bugspjótinu voru, í kaf. Urðu mennirnir að sleppa tökunum af Jóhanni, til þess að geta haldið sjálfum sér.        Missti þá Jóhann af millistagnum, féll niður á keðju undirstag, og lá þar síðan þversum, örendur.

Einu sinni sá Páll mann koma ofan úr reiða og fara fram í stefni, en er maðurinn ætlaði út á bugspjótið, kom ólag og þeytti honum fyrir borð. Hann kom standandi
niður í sjóinn, nokkuð fyrir framan skipið, en loft komst undir sjóstakkinn og hélt honum á floti. Von bráðar skolaði manninum að skipinu aftur, náði í kaðalslitur er hékk úr bugspjótinu og kleif síðan viðstöðulaust upp í skipið, þrátt fvrir rennandi blaut föt og þungan sióklæðnað. Kom hann upp við hlið Páls. Reyndist maðurinn vera Tómás, bróðir 2. stýrimanns, röskur maður og harðfengur. Fór hann síðan
aftur upp í reiðann.

Nú voru þeir aðeins orðnir tveir eftir á bugspjótinu. Páll og Siska, af þeim sem fvrst höfðu leitað þangað. Hinir þrír voru dánir. Aðrir skipverjar, sem enn voru á Iífi, héldu sig í reiðanum. Dofnum höndum var haldið um svellaða kaðla, er skókust til í rokinu. Ef gefist var upp, beið dauðinn fyrir neðan.  Milli vonar og ótta leið nóttin, en með dagsbirtunni vakna nýjar vonir. Skipstjórinn spurði nú hvort nokkur myndi treysta sér að synda í land, og bauðst Siska þegar til að
reyna. Fór hann þvi næst úr stakk og stígvélum, renndi sér niður kaðal, er fest var í enda bugspjótsins, og næst þegar alda reið að landi, fylgdi hann henni eftir.    Ekki vildi hann hafa línu með sér, þar sem hann taldi hana líklega til að hefta sig
á sundinu.
Siska komst að stórum typptum steini, sem stóð í fjöruborðinu, fékk á honum handfestu, en útsogið reif hann lausan aftur og bar hann út að skipinu. Þar náði hann í kaðalinn, er hann hafði áður farið niður, og tókst að halda sér. Eftir stutta hvíld synti Siska enn með öldu til lands, náði aftur að sama steini, en gat ekki haldið sér í útsoginu ,sem reif hann með sér frá landi að nýju. Bar nú Siska austur fyrir skipið, og varð þá ekki annað séð um tíma, en að hann hefði gefist upp, því hann flaut á bakinu sem dauður væri. Félagar hans, sem fylgzt höfðu af mikilli eftirvæntingu með ferðum Siska, tóku nú að hrópa til hans uppörfunarorðum og hvetja hann svo sem þeir gátu, enda töldu þeir sig allir eiga líf sitt undir því hvernig þessum fórnfúsa félaga þeirra reiddi af. Var þá sem Siska vaknaði allt í einu af dvala. Hann kastar sér með snöggu átaki á bringuna, syndir að landi, nær tökum á sama steini sem fyrr og nú tókst honum að halda sér í útsoginu og síðan að vaða upp í fjöru. Þegar Siska kom á land, hneig hann örmagna niður í urðina. Lá hann þar góða stund hreyfingarlaus meðan hann var að jafna sig eftir áreynsluna. Loks reis hann þó aftur á fætur og fór að berja sér til hita, jafnframt því sem hann honnaði um í fjörugriótinu, en hann var orðinn mjög kaldur og stirður.

Meðan þessu fór fram hafði skinstióri tekið af sér biörgunarbelti sitt og var nú bundið í það taug, er hnýtt hafði verið saman úr kaðalsslitrum. Var því næst beltinu fleygt út á kulborða, með bað fyrir augum. að sjór og vindur bæru það upp í fjöruna.Tvisvar mistókst þessi tilraun, en í þriðja skiptið tókst Siska að ná í beltið með krókstjaka, er rekið hafði á land úr skipinu. Dró hann síðan til sín kaðalinn og festi honum um stein þann, er hann fvrst hafði komið að. Samkvæmt ágiskun skipveria munu hafa verið 30—40 metrar í land frá skipinu.
Tómás Tomsen varð fyrstur til að fara eftir kaðlinum í land. Kaðallinn var mjög slakur, og var miðja hans oft í sjó, . Tómás missti einu sinni af kaðlinum á leiðinni til lands, en náði honum strax aftur. Næstir fóru í land tveir hásetar, Eiríkur og Ólafur. Gekk þeim líkt og Tómási, misstu af kaðlinum í svip, en náðu honum þó strax aftur og komust heilir til lands. Páll fór næstur. Elí skar stígvélin af honum, sem bæðivoru frosin við fætur hans, og hjálpaði honum síðan til að ná tökum á kaðlinum. Varla hafði Elí þó sleppt af Páli, er hann rann niður kaðalinn, án þess að geta stöðvað sig, enda hendur hans og fætur kreppt orðin af kulda. Páll féll beint í sjóinn. Skipverjar fóru hver af öðrum í land eftir kaðlinum, en sökum þess hve hann var marghnýttur, misstu flestir af honum, er þeir komu í sjóinn, en tókst þó að ná honum aftur og hafa sig til lands.

Meðan þessu fór fram flaut Páll í bjargbelti sínu meðvitundarlaus skammt frá landi. Bar hann ýmist upp undir fjöru eða út að skipi og töldu allir hann dauðan.     Elí hafði samt alltaf auga með honum, og einu sinni er Pál bar óvenju langt upp, tókst Elí að ná taki á hári hans og draga hann á land. Raknaði Páll þó brátt við aftur, en var mjög máttfarinn og illa á sig kominn. Aðrir skipverjar höfðu yfirleitt verið furðu fljótir að jafna sig, er þeir komu á land, þó allir væru þeir meira og minna þrekaðir. Skipstjórinn vildi fara síðastur frá borði, en þar sem hann var orðinn mjög þrekaður, bauðst stór og sterkur háseti, Samuel að nafni, til þess að verða síðastur og varð það úr. Þegar röðin kom að honum, batt hann um sig kaðalinn, stökk fyrir borð og var dreginn á land jafnframt því sem hann synti sjálfur.

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, hríð og hvassviðri tókst skipverjum að klífa upp 8 faðma bergið fyrir ofan strandstaðinn. og um kl. 10.30 voru allir skipbrotsmennirnir komnir upp á bjargbrún, en þá var sjórinn farinn að ganga upp að berginu. Skipverjar héldu nú vestur eftir berginu þar til er þeir komu
að Selvogsvita og sáu þeir svo nokkru seinna húsin í Selvogi.

Þegar 2. stýrimaður var á leið til lands hafði hann slasast, er planki rakst harkalega í brjóst hans. Á leiðinni til byggða komust félagar hans með hann að vörðu þeirri, er Páll lá undir, en þar dó Jegvan stýrimaður. Strax er fyrstu skipbrotsmennirnír komust til bæja, brugðu heimamenn við og héldu austur eftir berginu til hjálpar þeim skipbrotsmönnum, er ókomnir voru, og höfðu þeir með sér hestvagn, en í honum voru Páll og líkið af 2. stýrimanni flutt
til bæja. í Selvogi var tekið á móti þeim félögum af mikilli gestrisni og þeim veittur góður beini og öll sú aðhlynning, sem töku voru á. Sóttur var læknir til Eyrarbakka, jafnframt því, sem sýslumanni var tilkynnt um strandið Var Páll verst haldinn þeirra félaga og vart hugað líf um tíma. Hann fékk mikinn krampa í handleggi og fætur og var með óráði og sótthita fram á næsta dag, en þá
fór honum batnandi, enda vék læknirinn ekki frá rúmi hans, meðan hann var sem veikastur.

Aðrir skipbrotsmenn náðu sér furðu fljótt eftir volkið, enda hraustir og þeim vel hjúkrað. Um eftirmiðdaginn fóru nokkrir heimamenn austur á bjarg til að grennslast um afdrif annarra skipverja. Hafði brimið þá kastað skipinu fast upp að berginu, þar sem það lá á hvolfi, mikið brotið. Ekki fundu þeir nein lík í þeirri ferð.
Að morgni þess 28. marz var enn farið á strandstaðinn og fundust þá þrjú lík rekin. Voru það feðgarnir enry og Elías Hansen, svo og 1. týrimaður. Nokkrum dögum sienna annst enn eitt lík, er reyndist vera af Rasmus Jacobsen.

Þann 29. marz kom kútterinn „Verðandi" til Selvogs og tók um borð eftirlifandi skipverja af „Ernestinu" ásamt fjórum líkum. Fór „Verdandi" með þá til Grindavíkur, en þaðan héldu þeir um Reykjavík til Færeyja.

í þessu sjóslysi fórust 9 menn, en 17 komust af.

Halldór Sigurþórsson-Sjómannablaðið Víkingur 1960

Es Dettifossi sökkt

Afhroð á hafinu.

Árið 1945 undir lok seinni heimstyrjaldarinnar var Es Dettifoss eitt af fjórum skipum sem Eimskipafélagið (stofnað 1914) átti eftir af flota sínum og var Dettifoss þeirra yngst. Goðafossi hafði verið sökt í Faxaflóa 10.nóvember 1944 eftir að hafa verið forystuskip fyrir skipalestinni UR-142 og varð auðveld bráð fyrir þýska kafbátinn U-300 þar sem hann beið skammt undan Garðskaga. (Kafbáturinn hafði áður sökt olíuskipinu Shirvan og var Goðafoss að bjarga áhöfn olíuskipsins þegar kafbáturinn gerði aðra atlögu.) með Goðafossi fórust 24 Íslendingar. Hin skipin sem Eimskipafélagið átti eftir voru farþegaskipin Es Gullfoss sem var kyrsett í Kaupmannahöfn eftir að þjóðverjar hernámu Danmörk árið 1940 (síðan tekið í þjónustu Þjóðverja sem spítalaskip) og Es Brúarfoss auk fraktskipana Fjallfoss ,Lagarfoss, og Selfoss en þau tvö síðarnefndu voru orðin gömul og úrsér gengin og lítt brúkleg.

Es Dettifoss var byggt í Fredrikshavn í danmörku og var 2000 smálestir að stærð. Skipinu var hleypt af stokkunum 24.júlí 1930 og kom til landsins 10.oktober sama ár. Um borð í skipinu var svefnpláss fyrir 30 farþega á tveimur farrýmum, auk þess sem skipið gat flutt frosnar afurðir, en frystivélar voru settar í skipið árið 1939.

Fyrir stríð var Dettiofoss aðalega í förum milli Íslands og Hamborgar með viðkomu á Englandi. Þann 5.mars 1937 bjargaði skipsöfnin á Dettifossi áhöfninni af þýska togaranum Lübeek í ofsaveðri fyrir sunnan land og ávann sér frægð fyrir þá hetjudáð. Í tilefni af þessari fræknu björgun gaf Hindenburg forseti Þýskalands skipinu áletraðan koparskjöld sem hengdur var upp í forsal 1.farrýmis skipsins.

Dettifoss hafði m.a.verið í Ameríkusiglingum á stríðsárunum en sigldi einnig á breskar og írskar hafnir. Þann 21. febrúar voru örlög skipsins ráðin. Skipstjóri í þessari ferð var Jónas Böðvarsson og með honum í áhöfn skipsins voru 30 menn og 14 farþegar, þar af tæpur helmingur konur. Dettifoss var nýlagt úr höfn í Belfast í skipalestinni UR-155 á heimleið til Íslands með viðkomu í Loch Ewe þegar tundurskeyti smaug rétt fyrir aftan skip sem sigldi samsíða Dettifossi og beint inn í bakborðssíðu skipsins.

Hermanns Schneidewinds hafði nýlega verið gerður að kafbátsforingja og fékk hann til umráða kafbátinn U-1064 og var hann í sinni fyrstu áraásarferð þegar hann sökti Dettifossi, en það var líka eina skipið sem kafbáturinn náði að sökkva undir hans stjórn. Stríðinu lauk 74 dögum síðar og komst kafbáturinn í hendur Sovétríkjanna.

Samtals björguðust 30 manns en 15 fórust með skipinu þar af  þrír farþegar, allt konur og 12 áhafnarmeðlimir. Skipbrotsmenn voru fluttir til Edinborgar í Skotlandi og komust ekki heim fyrr en stríðinu lauk tæpum þrem mánuðum síðar.


HMS Hood sökkt.


The 'Mighty Hood' Frægasta orustuskip sögunar.

Orustuskipið Hood.
HMS Hood var eitt af fjórum orustuskipum sem breski flotinn lét smíða um mitt ár 1916 eftir að hafa misst þrjú orustuskip í orustunni um Jótland í júní það ár. Skipið var nefnt eftir 18.aldar flotaforingjanum Samuel Hood. Það var smíðað í skipasmíðastöð John Brown & Company í Clydebank í Skotlandi og var kjölurinn lagður 1.september 1916. Hood  var stæðsta og mesta orustuskip breta 42.400 tn. Skipinu var hleypt af stokkunum 22.ágúst 1918 og vígt inn í flotan 15.maí 1920 undir stjórn Wilfred Tomkinson. Systurskip Hodd’s voru  HMS Anson, Howe og Rodney. Hood var gert að flaggskipi breska flotans og sigldi það um öll heimsins höf og til allra helstu hafnarborga samveldisins. Þannig varð Hood ekki bara flaggskip flotans, heldur og sameingartákn breska samveldisins. Eftir að bretar hernámu Ísland átti Hodd nokkra viðdvöl í Hvalfirði, það var í apríl og maí 1941.

Orustan um Atlantshafið.
Vorið 1941 var Bretland að hefja sitt annað ár í styrjöldinni gegn Þýskalandi. Breska þjóðin var orðin örvæntingafull um sigur í þessu stríði. Frakkland hafði fallið í hendur Þjóðverjum sumarið áður og aðstoð bandaríkjamanna var bretum enn fjarlæg. Breska samveldið stóð eitt gegn harðsnúnum þýskum her búin fullkomnum nýtísku vopnum. Vopnabúnaður breta var að miklu leiti frá fyrri heimstyrjöldinni og framleiðsla á nýjum vopnum enn ekki komin á fullan skrið. Orustan um Atlantshafið var hafin. það hafði blásið breska flotanum nokkurn kjark í brjóst í þessum hildarleik þegar þeim hafði tekist að laska þýska vasaorustuskipið Admiral Graf Spee 13. desember 1939 við hafnarborgina Montevideo í Uruguay. (Þjóðverjar sigldu skipinu upp í landsteina og kveiktu í því.)

Fyrir Bretland sem eyþjóð var það mikilvægast að geta varið siglingaleiðir sínar og kaupskipaflota, enda var afkoma heillar þjóðar í húfi. þannig þurftu þeir að flytja alla sína aðdrætti yfir hafið og ekki síst varning í miklum mæli til hernaðarþarfa. Þetta var þýska hernum vel kunnugt, einkum yfirmanni þýska flotans Erich Raeder. Með því að ráðast að skipalestum breta eygði hann möguleika á að svelta bresku þjóðina til uppgjafar.

Afkastamesta vopn þýska flotans til þess að ná þessum markmiðum voru kafbátar. Frá því í september 1939 og þar til maí 1941 náðu kafbátar þjóðverja að sökkva á að giska þrem miljón tonna skipastól alskonar skipa. Þjóðverjar notfærðu sér einnig vopnuð kaupskip og herskip í þessum tilgangi, þó þau væru ekki eins afkastamikil sem kafbátarnir. Þýsku herskipin Scharnhorst og Gneisenau herjuðu saman á Atlantshafi í janúar 1941og söktu samanlagt 116.000 tonnum alskyns skipa.

Rheinübung aðgerðin.
Glænýr og öflugur bryndreki þjóðverja og stolt Adolfs Hitlers, orustuskipið Bismarck 41.700 tn. sem hleypt var af stokkunum 14.febrúar 1939 og tekið inn í flotann 24 ágúst 1940 beið þess nú á Eystrasalti (Undir stjórn skipherrans Günther Lütjens og skipstjórans Ernst Lindemann) að geta laumast út á Atlantshaf til að gera út um kaupskipaflota breta. Þetta vissu bretar og gerðu því gagnráðstafanir til að koma í veg fyrir að þessi ægilegi tígur hafsins kæmist út á opna Atlas ála.
John Tovey, aðmiráll og yfirmaður breska heimaflotans skipaði því flotadeild sinni á Íslandi þann 14. maí 1941 að hafa gætur á siglingaleiðinni meðfram ísröndinni milli Íslands og Grænlands því líklegt var að innan skams mundi Bismarck brjótast út á opið haf eins og hungrað tigrisdýr.

Haldið til hafs.
Þann 18 maí 1941 læddist orustuskipið Bismarck ásamt vasaorustuskipinu Prinz Eugen út úr Eystrasalti og upp með Noregsströndum til Bergen. Rheinübung (Rínaræfing) aðgerðin var hafin. Það var ætlunin að þau herjuðu saman á Atlantshafinu ásamt orustuskipinu Tripitz, en það hafði orðið fyrir áföllum eftir ketilsprengingu og var óklárt til bardaga og var unnið að viðgerðum skipsins. Því héldu Bismarck og Prins Eugen ein saman á veiðar.

Heimafloti breta hafði aðstöðu á Scapa Flow, eyjum norður af Skotlandi. Þar lá fyrrum flaggskip og stolt breska flotans Hood, smíðað fyrir 1920 og mátti muna fífil sinn fegri. Það var lítt tilbúið til að mæta nútíma vígdreka. Dekk þess var lítt brynvarið og margar byssur þess í slöppu ástandi.

Þann 21. maí hélt þýska flotadeildin frá Bergen og sigldi Bismarck inn á Grímsfjörð í Noregi en Prins Eugen lagðist fyrir akkeri í Kalvanes flóa. Bretar höfðu komist á snoðir um veru Bismarck í Bergen og sendu þangað sprengjuflugvélar, sem nú gripu í tómt og virtist nú að kötturinn væri sloppin þeim úr greipum. Bretum brá mjög við þessi tíðindi og unnu nú hörðum höndum við að koma upp gufuþrýstingi í öllum heimaflotanum og gera sjóklárt. Beitiskipið Suffolk sem var að taka olíu í Hvalfirði var skipað að sigla þegar í stað til móts við beitiskipið Norfolk úti fyrir Vestfjörðum og gæta leiðarinnar milli Íslands og Grænlands. Beitiskipin Birmingham og Manchester áttu að vakta leiðina milli Íslands og Færeyja.

Ljónið vaknar.
Flaggskipinu Hood undir skipstjórn Ralp Kerr og forustu skipherrans Lancelot Ernest  Holland var skipað að sigla til Hvalfjarðar þegar í stað ásamt hinu nýja orustuskipi breta Prince of Wales sem vart var orðið orustuklárt því verkfræðingar skipasmíðastöðvarinnar voru enn að vinna við að standsetja fallbyssur skipsins og urðu þeir því að fljóta með í stríðið. Flotadeildinni fylgdu svo tundurspillarnir Electra, Anthony, Echo, Icarus, Achates, og Antelope. HMS Arethusa var þá þegar á leið til Íslands og var herskipinu skipað að sameinast flotadeild undir stjórn Wake-Walker skipherra á Norfolk. Tovey sjálfur ákvað að hinkra við á flaggskipi sínu King George V á Scapa Flow þar til málin skýrðust betur, en hélt svo af stað með flota sinn að kvöldi 22 maí. Með honum voru beitiskipin Galatea, Aurora, Kenya, Neptune ásamt tundurspillunum Active, Punjabi, og Nestor.
Hið nýja flugmóðurskip Victorius var einnig á Scapa Flow, en því var ætlað að sigla sem hluti hinar verðmætu skipalestar 'WS8B' en var nú sett undir stjórn Toveys. Orustuskipið Repulse sem nú gætti skipalestarinnar WS8B var einnig sett undir stjórn Toveys. Allur þessi risavaxni herskipafloti var settur til höfuðs Bismarck og dugði ekkert minna til.

Eltingarleikur.
Bismarck hafði yfirgefið Noreg í dimmviðri að morgni 22 maí, án þess þó að taka olíu og hélt á fullri ferð norður fyrir Ísland ásamt Prins Eugen. Líklegt er að Lutjens flotaforingi hafi viljað nýta sér dimmviðrið til að komast óséður um Grænlandssund á sem mestum hraða og því ekki viljað þingja skipið með því að fylla olíutanka skipsins og e.t.v. óttaðist hann að missa af veðrinu til að dyljast í. (Olíuskortur átti eftir að koma Bismarck í koll síðar).

 Þann 23. Maí, var Ernest Holland skipherra á Hood staddur með flota sinn suður af Íslandi á 63º20N' 27º00'Vog stefnan var 270° Hann skipaði vélarúminu nú að keyra á mesta hraða sem mögulegt var (27 hnútar) og lét breyta stefnunni í 295° .Holland hafði nefnilega fengið fréttirnar sem hann var að bíða eftir. Hann hafði fengið skeyti frá Wake-Walker á Norfolk um að Suffolk hafi séð til Bismarck á Grænlandssundi, eða í 300 mílna fjarlægð frá flota Hollands sem staddur var suður af Íslandi. Holland gerði nú plön um hvernig og hvar hentugast væri að mæta óvininum í orustunni sem framundan var og stefnu og hraða skipsins hagað eftir því, þ,e. 295° og 27 hnúta hraða. Hann sendi því eftirfarandi skeyti til tunduspilla sína:- Ef ykkur er ómögulegt að ná þessum hraða þá verð ég að vera án ykkar,en þið komið á eftir mér eins hratt og þið mögulega getið-. Hinir fjórir léttu tunduspillar (Áður höfðu tveir tunduspillar þurft að leita til íslenskrar hafnar vegna olíuskorts.) gerðu hvað þeir gátu til að fylgja eftir hinu gamla orustuskipi í kröppum sjó en drógust hratt aftrúr og innan skamms var Hood og Prince of Wales horfin þeim sjónum.

Kl.22:00 um kvöldið var orðið ljóst að til orustunnar kæmi mill kl 01:40 og 02:00 þá um nóttina og mikil spenna og eftirvænting ríkti meðal áhafnarinnar á Hood, Prince of Wales og tundurspillunum sem voru í óða önn að undirbúa skip sín undir átökin framundan. Það var mörgu að sinna, t.d. þurfti að undirbúa sjúkrarými fyrir særða og slasaða,  allir þurftu nú að klæðast björgunarvestum, setja upp hjálma og menn á dekki klæddust hlýjum skjólklæðnaði. Vopnin gerð klár og skotfæri flutt upp í byssuturna.

Bismarck hverfur.
Suffolk hafði fylgt Bismarck fast eftir allan daginn og kvöldið og hafði tekist að halda sambandinu við óvinin þrátt fyrir að þurfa að sigla í krákustígum vegna kafbátahættu og þrátt fyrir að Bismark hvarf þeim oft sjónum í hríðarveðri. Suffolk var nefnilega eitt fára skipa í breska flotanum sem búið var nýstárlegum tæknibúnaði, en það var radarinn og skipti það sköpum við þessa eftirför. En þá gerðist það seint þetta kvöld þegar Suffolk var að fara í enn einn krákustiginn að Bismark breytti skindilega um stefnu í snjókófi og hvarf af ratsjánni og þar með missti Suffolk sambandið við þjóðverjana. Ellis skipstjóri á Suffolk bjóst við Bismarck mundi byrtast fljótlea aftur á ratsjánni þegar hann sveigði til baka úr krákustignum, en þegar tíminn leið og ekkert gerðist ákvað hann að senda skeyti skömmu eftir miðnætti og tilkynnti að hann hafi misst radarsamband við óvininn.

Þetta voru slæm tíðindi fyrir Holland því plön hans gerðu ráð fyrir að hann mundi mæta Bismarck í myrkri og að þýsku skipin bæru við skýmuna í sólsetursátt, en fyrst ekkert var nú vitað um ferðir þýsku flotadeildarinnar skipaði Holland svo fyrir að áhöfnin á Hood og Prince og Wales skyldi slaka á og þeim sem ekki var nauðsynlegt að halda á vakt var leyft að sofa á vaktstöðvum sínum. Holland lét skipin hægja ferðina niður í 25 hnúta og stefnuni var breytt til norðurs (340°) til að mæta hugsanlegri stefnubreytingu þýsku skipana.

Öllum breska heimaflotanum var stefnt í veg fyrir hugsanlega siglingarleið Bismark og Prins Eugen. Holland var virkilega í vafa um hvert best væri að stefna flota sínum og sendi nokkur skeyti um nóttina um hugsanlegar stefnubreytingar ef ekki bólað fljótlega á óvininum. Holland hefur haft það í huga að það versta sem hent gæti, væri sá möguleiki að Bismarck og Prins Eugen hefðu breytt stefnunni og slyppu út á Atlantshaf og væru í raun að fjarlægjast hann á meðan hann væri að sigla í norður. Hann lét því breyta stefnu Hood og Prince of Wales í 200 ° ( SSV) og 25 hnúta hraða. Tundurspillarnir áttu að sigla áfram í sömu stefnu og vakta hafið að ströndum Íslands.

Kl.02:47 um nóttina 24.maí tilkynnti Suffolk að hann væri aftur kominn í radarsamband við þýsku skipin og að þau væru 35 mílur (64.8 km) norðvestan við Hood og Prince of Wales. Holland skipaði þegar í stað nýja stefnubreytingu í 220° (SV) og 28 hnúta hraða sem var um það bil hámarkshraði Prince of Wales.

Óvinur í augsýn.
Klukkan var rétt rúmlega fimm um morgunin þegar Holland gaf fyrirskipunina “Búist til átaka” En áhöfnin var þá þegar reiðubúin á stöðvum sínum og gríðarleg spenna lá í loftinu.Yfirmenn og foringjar störðu allir sem einn í norðurátt þaðan sem vænta mátti að óvinurinn birtist innan skamms. Á síðustu klukkustundum hafði himinnin smá saman orðið bjartari og bjartari og kl. 05:35 sáu menn á Prince of Wales hvar reykur og  siglutoppar óvinaskipa gægðust upp við sjóndeildarhringinn í tæplega 35 km fjarlægð.(18.75 mílur). Prince of Wales sendi skeyti til Hodd tveim mínútum síðar um óvinaskipin tvö og að fjarlægðin væri 17 mílur og egin staðsetningu 63°20’N og 31°50’V. stefna 240° (VSV) og hraðinn 28 hnútar.

Horfst í augu.
Þjóðverjarnir höfðu fyrir löngu orðið varir við ferðir bresku herskipana. Hlustunarbúnaður (Neðansjávar) Prins Eugen hafði greint hratt skrúfuhljóð hálfri klukkustund áður og greindu þau sem mjög líklega frá orustuskipi og kl. 05:37 höfðu Bismarck og Prins Eugen haft Prince of Wales í augsýn. Nokkrum mínútum síðar sást til Hood og þá var þýsku skipunum ljóst að þeir voru að mæta breskri flotadeild. Aðvörunarbjöllurnar glumdu um borð í Bismarck og Pris Eugen kl. 05:45 og áhöfnin bjóst til orustu. Lütjens flotaforingja var ætlað að forðast átök við herskip að nauðsynjalausu og koma skipi sínu ósködduðu út á Atlandshaf þar sem hlutverk þess var að ráðast á skipalestir, en hér var orustan ekki umflúin.
                                                                                              
Orustan.
Holland skipaði flota sínum svo fyrir kl. 05:37 að venda 40°á stjórnborða, en það táknaði að nú var stefna skipana 280° (VNV) samsíða stjórnborðshlið óvinana. Bresku skipin voru á hröðu stími eða á 29 hnúta hraða og var bilið milli Hood og Prince of Wales um 732 metrar. Það var þó Holland til mikils óhagræðis að skip þeirra bar við morgunskýmuna meðan þýsku skipin voru enn í skugga, en ef fyrri áætlun Hollands um að mæta Bismarck hefði gengið eftir, þá hefði þetta vandamál ekki verið til staðar, en nú var ekki við það ráðið.

Holland ákvað því að minka bilið milli hans og óvinarins eins hratt og mögulegt var en þó miðað við það að geta notað sem flestar fallbyssur sínar í einu. Stórsjórinn sem brotnaði á stafninum svo sæúðann jós yfir skipið gerði þeim þó erfitt fyrir, því sjórinn úðaðist á miðunarsjónaukana í skotstjórnstöð svo illmögulegt reyndist að taka gott mið. Það var Holland einig í óhag að óvinurinn gat nýtt sér allar fallbyssur sínar í einu á meðan Holland gat aðeins nýtt um helming. Að síðust stóð vindstefna þeim í óhag því reykur og sæúði byrgði þeim sýn til óvinaskipana og vissulega hljóta þessir neikvæðu þættir að hafa valdið Holland talsverðum áhyggjum þennan morgun því áhættan var mikil, en engu að síður ákvað hann að láta til skarar skríða.

Kl. 05:55 hafði færið milli andstæðingana styðst í 12,3 mílur (22,8 km) og stefna bresku flotadeildarinnar var nú 300° (ca NA) og með Bismarck á hægri hönd og Prins Eugen á þá vinstri. Holland gaf skipun um að miða á það skip sem þeir töldu vera Bismarck, en var í raun Prins Eugen, en þau mistök voru leiðrétt í snarhasti þegar skotstjórinn á Prince of Wales Colin McMullen, kvað uppúr með það á síðustu stundu að óvinaskipið á hægri hönd væri Bismarck. Lütjens flotaforingi á Bismarck hafði nefnilega látið Prins Eugen sigla á undan til að skanna svæðið fyrir framan með radarnum sínum, því bilun hafði orðið í radarbúnaði Bismarcks eftir að hafa skotið úr fallbyssum sínum í átt að Norfolk deginum áður. ( Radarbúnaður þjóðverja var þá ekki mjög fullkominn og gátu aðeins horft beint fram) ( Bismarck sýndist vera minna skipið þar sem það var fjær) Því taldi Holland að Prins Eugen væri forustuskipið.

Holland gaf skipun um að skjóta ('GOB1') og byssurnar á Hood þrumuðu en kúlurnar stefndu á Prins Eugen. Skipunin um að breyta miðuninni hafði að einhverjum ástæðum ekki skilað sér til skotstöðvarinnar á Hood. Byssur Price of Wales þrumuðu hálfri mínutu síðar og sendu kúlur sínar í átt að Bismarck. Fyrsta kúlnahríðin frá Hood lenti nærri Prins Eugen en olli ekki skipinu skaða. Kúlnahríðin frá Prince of Wales fór yfir Bismarck og lenti í sjónum nokkuð langt frá án þess að valda tjóni.
Eftir að Hood hafði skotið tveim eða þrem hrinum að Prins Eugen færði það miðið yfir á Bismark hvað breskar heimildir hermdu en vitni á Prins Eugen taldi að Hood hafi aðeins beint skotum sínum að þeim.

Um borð í Bismarck var allt til reiðu að hefja skotárás en Lütjens hikaði við að hefja atlöguna og gerðist þá Kafteinn Lindeman heldur óþolinmóður og sagði “Ég læt þá ekki skjóta skipið undan mínum rassi” og gaf þar með leyfi fyrir opinni stórskothríð. Prins Eugen hóf atlöguna og byssur Bismarck þrumuðu skömmu síðar og beindu bæði skipin skothríð sinni að Hood.

Fyrsta skothrinan frá Bismarck lenti nærri stjórnborðshlið Hoods, önnur hrinan á milli Hood og Prince of Wales, en þriðja hrinan hitti á Hood. Átta tommu sprengikúla frá Prins Eugen sprakk á bátadekkinu við aðalmastrið og olli þar talsvert miklu tjóni og við sprenginguna kviknaði eldur í bjögunarvesta geymslunni. Eftir sjöttu skothrinu Prins Eugen á Hood færði það miðið á Princ of Wales.

Hood sökt.
Þjóðverjarnir höfðu greinilega náð góðu miði á Hood því kúlurnar féllu allar mjög nærri og allt í kringum skipið. Holland gaf skipun um að sveigja á bakborða sem gaf þeim betra skotfæri fyrir aftari fallbyssurnar, en þá var Price of Wales að hefja sína níundu skothrinu, en Bismarck að skjóta í fimta sinn. (Þá var kl:6 að morgni) Ein eða tvær 15 tommu sprengikúlur frá Bismarck hittu skotmarkið og komu í byrðinginn á Hood, líklega undir sjó eða fallið í gegnum lítt binvarin þilförin og sprungið djúpt í skipinu þar sem skotfærageimslur þess voru.

Í fyrstu virtist Hood loga stafnana á milli en svo kvað við ægileg sprenging og himinhá eldsúla steig upp af miðju skipinu sem endaði í svepp í mikilli hæð. Mínútu síðar sást ekkert á hafinu þar sem Hood átti að vera nema örlítil reykjarslæða sem barst undan vindi. Hood hinn harði hafði fengið bilmingshögg og horfið í kolsvart hafið á einu augnabliki.

Prince of Wales gaf eftir og hélt undan enda margar byssur skipsins gengnar úr skorðum. Bismarck og Prins Eugen héldu ferð sinni áfram í suður átt, en eltingaleikurinn við þýsku skipin hélt áfram og barst um þvert og endilangt Norður Atlantshaf.

Af 1.418 mönnum af Hood komust aðeins af þrír menn. Þeir voru William Dundas miðskipsmaður, Robert Tilburn sjóliði og Ted Briggs merkjamaður. Þeim var bjargað um borð í tundurspillinn HMS Electra.

Sögu orustuskipsins HMS Hood og hildarleiksins á Atlantshafi má lesa á vefsíðunni.   http://www.hmshood.com/index.htm

Goðafoss strandar

“Öll von er úti, skipið er fullt af sjó og komið upp í fjöru”

Það var blindbylur og vonskuveður fyrir norðan land fimmtudaginn 30. nóvember árið 1916. Laugardaginn 2.desember barst sú fregn suður að Goðafoss skip Eimskipafélagsins hafi strandað kl.3 urædda nótt á Straumnesi í Aðalvík. Skipið hafði þá verið á leið frá Ísafirði og norður fyrir land. Engin loftskeytastöð var í landi til að taka við neyðarkalli frá skipinu  auk þess sem talið er að loftnet skipsins hafi rofnað og liðu því tveir og hálfur sólarhringur þar til höfuðstöðvar Eimskipafélagsins fregnuðu um afdrif skipsins. Undir eins og skipið tók niður, fylltist vélarúmið af sjó og vélar skipsins þögnuðu og við það varð almyrkvað um borð. Rafhlöður sem voru í skipinu hefðu einungis dugað til að virkja loftskeytastöðina, sem þó kom ekki að gagni. Í hálfan annan sólarhring stóð Goðafoss á grunni án þess að nokkur ótti eða hræðsla yrði á meðal þeirra sem á skipinu voru að sögn eins farþegans þó vistin væri köld og dimm. Annar sagði svo frá að hrein heppni hefði verið að ekki hefði verið um stórslys að ræða. Stórbrimið kastaði skipinu til og festi það ennfrekar í fjörunni. Farþegar voru allir í rúmum sínum þegar skipið strandaði og greip ótti og kvíði suma farþegana í fyrstu eftir strandið, en þó gekk allt vel fyrir sig. Kalt og óvistlegt var um borð og fluttu því flestir farþegar sig upp í reyksal skipsins og héldu þar til að nokkru leyti.

Þegar byrti um morgunin var stýrimaður sendur ásamt fimm hásetum í skipsbátinn og áttu þeir að halda til Aðalvíkur og sækja hjálp. Síðar um daginn gerði ofsarok og þar sem skipsbáturinn var ekki kominn til baka að kvöldi töldu menn á Goðafossi að hann hefði farist og menn allir sem á honum voru. Nokkrar áhyggjur höfðu farþegarnir af því að þá var aðeins einn björgunarbátur eftir um borð í Goðafossi, ef til þess kæmi að yfirgefa þyrfti skipið í snarheitum, en 60 menn dvöldu þá um borð í skipinu.
Á þriðja degi kom skipsbáturinn og nokkrir vélbátar frá Aðalvík á strandstaðinn og voru farþegar og áhöfn skipsins ferjaðir í land til Aðalvíkur og fengu þeir inni í skólahúsinu, en þá höfðu farþegarnir dvalið í tvo sólarhringa um borð í strönduðu skipinu við afar tvísýnar aðstæður. Skipstjórinn og aðrir yfirmenn fengu inni hjá kaupmanni staðarins. Það var þó lítið um matvæli hjá farþegunum fyrir utan dálítið af brauði og smjöri sem brytinn var svo forsjáll að hafa með sér í land, en dugði þó skamt. þá var brugðið á það ráð daginn eftir að senda skipsbátinn aftur út að Goðafossi til að sækja mat, steinolíu og kol. Sörensen vélameistari á Goðafossi tók aðsér að halda uppi gleðskap meðal farþegana, enda hafði hann tekið með sér grammifóninn og nokkrar plötur úr reyksal skipsins og þegar við bættist harmonika sem einhver átti hefur líklega sjaldan verið eins glatt á hjalla í Aðalvík.
Nóttin var köld  farþegunum sem sváfu á gólfinu í skólahúsinu, en teppi sem sótt voru í skipið komu sér því vel  og fólk bjó um sig eftir kostum.
Það var svo ekki fyrr en á laugardaginn 5.desember sem sjófært var milli Aðalvíkur og Ísajarðar og barst fregnin af strandinu því svo seint. Farþegarnir voru síðan ferjaðir til Ísafjarðar með strandferðaskipinu Flóru

Björgunarskipið Geir hélt þegar norður til Aðalvíkur þegar fregnir um strandið og ástand skipsins höfðu borist suður. Með í för var Emil Nílsen framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins. Þegar norður var komið taldi hann ekki vonlaust að ná skipinu á flot, ef ekki breytti um veður og voru tilraunir gerðar í þá veru. Sörensen vélameistari brendist þá lítlsháttar þegar gufupípa sprakk en ekki urðu frekari slys. Daginn eftir var þó ljóst að vonlaust væri um björgun skipsins og var það dæmt strand, en eitthvað náðist að bjarga af varningi úr skipinu ásamt innanstokksmunum sem flutt var til Aðalvíkur. Kafari hafði verið fengin til að þétta botn skipsins í von um að mætti bjarga því en þær tilraunir voru með öllu árangurslausar. Geir hélt síðan til Ísafjarðar með áhöfn skipsins og skipstjóri þess sendi svohljóðandi skeyti til togarans Apríl sem aðstoða átti við björgun Goðafoss:
 “ Farið ekki. Öll von er úti. skipið er fullt af sjó og komið upp í fjöru”

Straumnes liggur austan við Aðalvík og er þar mjög sæbratt og þar ofanvið er Straumnesfjall. Á nesinu er lítill oddi sem begist til vesturs og skamt fyrir innan hann lá Goðafoss í stórgrýti. Ef farið er eftir brúninni í­ átt til hafs sést ofan á flakið af Goðafossi sem er furðu heillegt í­ fjörunni úti við Straumnestá.


Eftirmálar urðu þeir að skipstjóranum Júlúsi var kent um strandið og að andvaraleysi í skipstjórninni hafi valdið slysinu. Sumir farþegar töldu að skipstjórinn hefði sýnt mikla stillingu og hugrekki við björgun þeirra. Stýrimaðurinn var einn í brúnni en skipstjórinn dvaldi neðan þilja á þessari ögurstund og fara einhverjar sögur af athöfnum skipstjórans og nafngreindrar konu á meðan skipið bar af réttri leið.