“Farðu í guðs friði, sonur minn, ég kem bráðum eftir þér”.
Ernestina frá Klaksvik var 2ja siglu skip, 194 br. tonn að stærð, með 100 ha. Bolin hjálparvél. Þann 20. marz 1930 var skipið að veiðum á Selvogsbanka. Eftir hádegi hvessti af ASA með slydduéljum. Var þá skipinu lagt til með rifuðum seglum, þannig að það sneri stefni til lands, og vélin stöðvuð. Nokkru síðar er hrópað framanaf skipinu, að brim og snjór sjáist framundan á stjórnborða.
Gaf skipstjóri þegar skipun um að leggja skipinu undan, þar sem landið var rétt við stjórnborðsbóg en vélin var ekki komin í gang þó undirbúningur þess væri hafinn. Þegar vélin hafði gengið í 2—3 mínútur með hægri ferð, tók skipið niðri að framan með snöggu og þungu höggi og sneri þá stefnið til lands.
Menn og munir köstuðust til og allt sem ekki var naglfast fór þegar úrskorðum. Mikið brim var umhverfis skipið og gengu ólög yfir það með stuttu millibili, en framundan og uppi yfir skipinu sást óglöggt í snæbarið hamrabelti og var því þegar séð, að ekki myndi landtakan auðveld.
Þar sem stefnið reis töluvert úr sjó, söfnuðust skipverjar saman fram á skipinu fyrst í stað, en síðar fóru flestir þeirra upp í sigluna. Allir tóku skipverjar örlögum sínum af mikilli stillingu, enda Færeyingar miklir trúmenn og fátt mun haldbetra í mannraunum, en þegar saman fara karlmennska og viljaþrek, sem byggt er á einlægri trú.
Þar sem ekki náðist í neina flugelda til að gefa með neyðarmerki, en þeir voru geymdir í káetunni, sem þegar eftir strandið fylltist af sjó, bað 1. stýrimaður Pál Joensen sem var fyrsti vélstjóri,um að fara aftur í vélarrúm og reyna að ná þar í tvist, svo hægt væri að kveikja bál og vekja með því móti athygli annarra skipa á strandinu. áli tókst að komast aftur í vél, n þar var þá þegar kominn mikill sjór og náði Páll því ekki í „tvistinn". Er hann ætlaði upp, varð hann tvisvar að snúa við aftur, sökum ólaga er gengu yfir, en komst þó að lokum við illan leik fram á til félaga sinna.
Reynt var að koma út stórbátnum, sem stóð á stokkum aftan við framsiglu. Gekk illa að losa bátinn, því bæði var, að hann var þungur og að erfitt var að standa að verkinu, þar sem miðþilfarið var oftast undir sjó. Allt í einu reið stórbrot yfir skipið, reif upp bátinn og kastaði honum fram af skipinu, en mönnunum sópaði sjórinn fram í stefni, og lá þar hver um annan þveran þegar aftur fjaraði. í þessu ólagi tók fyrsta manninn fyrir borð, var það ungur piltur, Henry að nafni. Flaut hann skammt frá bakborðsbóg. — Var reynt að bjarga honum, en án árangurs.
Faðir hans, aldraður maður, Elías að nafni, sem var háseti á skipinu, kallaði til sonar síns: „Farðu í guðs friði, sonur minn, ég kem bráðum eftir þér". Elías reyndist sannspár, því hann var einn þeirra, sem fórust.
Eftir þetta klifu flestir skipverja upp í reiða framsiglunnar, en fimm fóru út á bugspjótið, sem reis hátt úr sjó. Voru það, auk Páls, 1. stýrimaður, Johann Högnesen, og þrír hásetar. Páll og einn hásetanna, Siska Jacobsen, voru fyrst í stað í netinu undir bugspjótinu, sneru saman og reyndu að halda hita hvor á öðrum, eftir því sem þeir gátu.
Þar kom þó, að netið slitnaði niður. Komst Siska upp á framenda bugspjótsins og hélt sér í framstaginn, en Páll náði í millistaginn og gat haldið sér þar. Lágu þeir á grúfu og kræktu fótum saman undir bugspjótinu. Einhverju sinni er brotsjór reið yfir skipið, svo að bugspjótið fór í kaf, losnaði Johann af því, en hann hafði verið næsti maður fyrir aftan Pál og haldið sér í millistaginn með honum. Honum tókst þó að hanga í stagnum og hrópaði á hjálp. Þegar hér var komið, var Páll orðinn svo stirður og dofinn af kulda, að honum var um megn að hreyfa sig. Tveir menn komu þá ofan úr reiðanum og tókst að ná tökum á öxlum Jóhanns, en um leið reið annar brotsjór yfir og færði að nýju alla, sem á bugspjótinu voru, í kaf. Urðu mennirnir að sleppa tökunum af Jóhanni, til þess að geta haldið sjálfum sér. Missti þá Jóhann af millistagnum, féll niður á keðju undirstag, og lá þar síðan þversum, örendur.
Einu sinni sá Páll mann koma ofan úr reiða og fara fram í stefni, en er maðurinn ætlaði út á bugspjótið, kom ólag og þeytti honum fyrir borð. Hann kom standandi
niður í sjóinn, nokkuð fyrir framan skipið, en loft komst undir sjóstakkinn og hélt honum á floti. Von bráðar skolaði manninum að skipinu aftur, náði í kaðalslitur er hékk úr bugspjótinu og kleif síðan viðstöðulaust upp í skipið, þrátt fvrir rennandi blaut föt og þungan sióklæðnað. Kom hann upp við hlið Páls. Reyndist maðurinn vera Tómás, bróðir 2. stýrimanns, röskur maður og harðfengur. Fór hann síðan
aftur upp í reiðann.
Nú voru þeir aðeins orðnir tveir eftir á bugspjótinu. Páll og Siska, af þeim sem fvrst höfðu leitað þangað. Hinir þrír voru dánir. Aðrir skipverjar, sem enn voru á Iífi, héldu sig í reiðanum. Dofnum höndum var haldið um svellaða kaðla, er skókust til í rokinu. Ef gefist var upp, beið dauðinn fyrir neðan. Milli vonar og ótta leið nóttin, en með dagsbirtunni vakna nýjar vonir. Skipstjórinn spurði nú hvort nokkur myndi treysta sér að synda í land, og bauðst Siska þegar til að
reyna. Fór hann þvi næst úr stakk og stígvélum, renndi sér niður kaðal, er fest var í enda bugspjótsins, og næst þegar alda reið að landi, fylgdi hann henni eftir. Ekki vildi hann hafa línu með sér, þar sem hann taldi hana líklega til að hefta sig
á sundinu.
Siska komst að stórum typptum steini, sem stóð í fjöruborðinu, fékk á honum handfestu, en útsogið reif hann lausan aftur og bar hann út að skipinu. Þar náði hann í kaðalinn, er hann hafði áður farið niður, og tókst að halda sér. Eftir stutta hvíld synti Siska enn með öldu til lands, náði aftur að sama steini, en gat ekki haldið sér í útsoginu ,sem reif hann með sér frá landi að nýju. Bar nú Siska austur fyrir skipið, og varð þá ekki annað séð um tíma, en að hann hefði gefist upp, því hann flaut á bakinu sem dauður væri. Félagar hans, sem fylgzt höfðu af mikilli eftirvæntingu með ferðum Siska, tóku nú að hrópa til hans uppörfunarorðum og hvetja hann svo sem þeir gátu, enda töldu þeir sig allir eiga líf sitt undir því hvernig þessum fórnfúsa félaga þeirra reiddi af. Var þá sem Siska vaknaði allt í einu af dvala. Hann kastar sér með snöggu átaki á bringuna, syndir að landi, nær tökum á sama steini sem fyrr og nú tókst honum að halda sér í útsoginu og síðan að vaða upp í fjöru. Þegar Siska kom á land, hneig hann örmagna niður í urðina. Lá hann þar góða stund hreyfingarlaus meðan hann var að jafna sig eftir áreynsluna. Loks reis hann þó aftur á fætur og fór að berja sér til hita, jafnframt því sem hann honnaði um í fjörugriótinu, en hann var orðinn mjög kaldur og stirður.
Meðan þessu fór fram hafði skinstióri tekið af sér biörgunarbelti sitt og var nú bundið í það taug, er hnýtt hafði verið saman úr kaðalsslitrum. Var því næst beltinu fleygt út á kulborða, með bað fyrir augum. að sjór og vindur bæru það upp í fjöruna.Tvisvar mistókst þessi tilraun, en í þriðja skiptið tókst Siska að ná í beltið með krókstjaka, er rekið hafði á land úr skipinu. Dró hann síðan til sín kaðalinn og festi honum um stein þann, er hann fvrst hafði komið að. Samkvæmt ágiskun skipveria munu hafa verið 30—40 metrar í land frá skipinu.
Tómás Tomsen varð fyrstur til að fara eftir kaðlinum í land. Kaðallinn var mjög slakur, og var miðja hans oft í sjó, . Tómás missti einu sinni af kaðlinum á leiðinni til lands, en náði honum strax aftur. Næstir fóru í land tveir hásetar, Eiríkur og Ólafur. Gekk þeim líkt og Tómási, misstu af kaðlinum í svip, en náðu honum þó strax aftur og komust heilir til lands. Páll fór næstur. Elí skar stígvélin af honum, sem bæðivoru frosin við fætur hans, og hjálpaði honum síðan til að ná tökum á kaðlinum. Varla hafði Elí þó sleppt af Páli, er hann rann niður kaðalinn, án þess að geta stöðvað sig, enda hendur hans og fætur kreppt orðin af kulda. Páll féll beint í sjóinn. Skipverjar fóru hver af öðrum í land eftir kaðlinum, en sökum þess hve hann var marghnýttur, misstu flestir af honum, er þeir komu í sjóinn, en tókst þó að ná honum aftur og hafa sig til lands.
Meðan þessu fór fram flaut Páll í bjargbelti sínu meðvitundarlaus skammt frá landi. Bar hann ýmist upp undir fjöru eða út að skipi og töldu allir hann dauðan. Elí hafði samt alltaf auga með honum, og einu sinni er Pál bar óvenju langt upp, tókst Elí að ná taki á hári hans og draga hann á land. Raknaði Páll þó brátt við aftur, en var mjög máttfarinn og illa á sig kominn. Aðrir skipverjar höfðu yfirleitt verið furðu fljótir að jafna sig, er þeir komu á land, þó allir væru þeir meira og minna þrekaðir. Skipstjórinn vildi fara síðastur frá borði, en þar sem hann var orðinn mjög þrekaður, bauðst stór og sterkur háseti, Samuel að nafni, til þess að verða síðastur og varð það úr. Þegar röðin kom að honum, batt hann um sig kaðalinn, stökk fyrir borð og var dreginn á land jafnframt því sem hann synti sjálfur.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, hríð og hvassviðri tókst skipverjum að klífa upp 8 faðma bergið fyrir ofan strandstaðinn. og um kl. 10.30 voru allir skipbrotsmennirnir komnir upp á bjargbrún, en þá var sjórinn farinn að ganga upp að berginu. Skipverjar héldu nú vestur eftir berginu þar til er þeir komu
að Selvogsvita og sáu þeir svo nokkru seinna húsin í Selvogi.
Þegar 2. stýrimaður var á leið til lands hafði hann slasast, er planki rakst harkalega í brjóst hans. Á leiðinni til byggða komust félagar hans með hann að vörðu þeirri, er Páll lá undir, en þar dó Jegvan stýrimaður. Strax er fyrstu skipbrotsmennirnír komust til bæja, brugðu heimamenn við og héldu austur eftir berginu til hjálpar þeim skipbrotsmönnum, er ókomnir voru, og höfðu þeir með sér hestvagn, en í honum voru Páll og líkið af 2. stýrimanni flutt
til bæja. í Selvogi var tekið á móti þeim félögum af mikilli gestrisni og þeim veittur góður beini og öll sú aðhlynning, sem töku voru á. Sóttur var læknir til Eyrarbakka, jafnframt því, sem sýslumanni var tilkynnt um strandið Var Páll verst haldinn þeirra félaga og vart hugað líf um tíma. Hann fékk mikinn krampa í handleggi og fætur og var með óráði og sótthita fram á næsta dag, en þá
fór honum batnandi, enda vék læknirinn ekki frá rúmi hans, meðan hann var sem veikastur.
Aðrir skipbrotsmenn náðu sér furðu fljótt eftir volkið, enda hraustir og þeim vel hjúkrað. Um eftirmiðdaginn fóru nokkrir heimamenn austur á bjarg til að grennslast um afdrif annarra skipverja. Hafði brimið þá kastað skipinu fast upp að berginu, þar sem það lá á hvolfi, mikið brotið. Ekki fundu þeir nein lík í þeirri ferð.
Að morgni þess 28. marz var enn farið á strandstaðinn og fundust þá þrjú lík rekin. Voru það feðgarnir enry og Elías Hansen, svo og 1. týrimaður. Nokkrum dögum sienna annst enn eitt lík, er reyndist vera af Rasmus Jacobsen.
Þann 29. marz kom kútterinn „Verðandi" til Selvogs og tók um borð eftirlifandi skipverja af „Ernestinu" ásamt fjórum líkum. Fór „Verdandi" með þá til Grindavíkur, en þaðan héldu þeir um Reykjavík til Færeyja.
í þessu sjóslysi fórust 9 menn, en 17 komust af.
Halldór Sigurþórsson-Sjómannablaðið Víkingur 1960