Það gerðist á stríðsárunum að sprengja féll í ógáti úr amerískri einshreifils sprengjuflugvél við túnfótinn á bæ einum á Suðurlandi. Vélin hafði flogið upp með Ölfusá og inneftir Grafningsmýrum. Flugmaðurinn hafði orðið þess var að sprengjan féll og hringaði nokkra stund yfir staðnum þar sem hún hafði stungist hálf á kaf í mýrareðju án þess þó að springa en síðan hélt flugvélin út yfir Þingvallaheiði.
Bændur á staðnum urðu þessa atviks varir og drógu þeir sprengjuna upp úr foraðinu og komu henni að lokum fyrir með leynd á fjósloftinu á bænum en þar var hún var stúkuð af þannig að torfundin yrði ókunnugum.
Tveim dögum síðar kom leitarflokkur á hertrukk frá ameríska hernum og leituðu þeir sprengjunar í heilan sólarhring án þess að finna nokkuð sem von var. Bændur þóttust ekkert kannast við atvikið og að lokum hédu hermennirnir heim.
Sprengja þessi var sennilega á bilinu 100-150 kíló og líklega er hún enn þar sem henni var komið fyrir í upphafi
No comments:
Post a Comment