8/15/2010

Útlagapilltur

Einhverju sinni dag einn á 19.öld um lestarfeðir voru þrjár stúlkur skildar einar eftir í Skaftárdal í V-Skaftafelsssýslu. Enginn karlmaður eða nokkur fullorðinn var heima. Dag þennann var mikil þoka. Kemur þá að Skaftárdal unglingspiltur klæddur prjónafötum og þótti hann mjög einkennilegur. Stúlkurnar þekktu ekki piltinn, en bjóða honum inn og þáði hann það og sest á pallstokkinn. Þær færa honum mat og tekur hann við orðalaust. Pilturinn sat á pallstokknum allan daginn, nema þegar stúlkurnar gengu fram, þá fór piltur á eftir þeim, gekk um bæinn og skimaði í allar áttir og var hann mjög flóttalegur í háttum. Um kvöldið buðu þær honum að leggjast fyrir, en það vildi hann þó egi og ekkert orð mælti hann af vörum, en sat á pallstokknum alla nóttina. Um morgunin var þokunni létt og fór þá pilturinn án þess að kveðja. Sáu stúlkurnar það til hans, að hann beindi ferð sinni upp með Skaftá og til fjalla. Töldu stúlkurnar að þetta hefði verið útlagapiltur sem villst hafði í þokunni og álpast þannig til byggða.
Munmælasaga. e. Rannveigu Sigurðardóttir- Þorsteinn M Jónsson skráði 1909

No comments:

Post a Comment