8/11/2010

Bóndinn, fjósamaðurinn og mjaltakonan

Kúabóndi nokkur í Sunnlennskri sveit sem þykir landstólpi héraðsins fann nýja leið til að hagræða í rekstri búsins, en þó ekki eins og flestir stór-kúabændur nú til dags sem leggja fé sitt í róbót. Hagkvæmnin fólst í því að ráða mjög ódýrt vinnuafl. Bóndinn réði því í sitt fjós pólsk hjón með aðstoð vinnumiðlara og var barn með þeim fjögra ára gamalt. Ekki fannst bóndanum taka því að útvega þeim húsnæði eins og lög gera ráð fyrir, heldur lét hann þau gera sér að góðu að búa á fjósloftinu eins og púkinn forðum.
Pólsku hjónin fengu nokkru síðar eftir nokkurt stapp við bóndann að byggja lítinn kofa á á lóð bóndans, en á egin kosnað og utan vinnutíma. Kofinn rúmaði tvö lítil herbergi, en án rafmagns og hreinlætisaðstöðu. Mánuði eftir að þau hófu störf hjá bóndanum fluttu þau af fjósbitanum og inn í litla skúrinn. Næstu mánaðarmót á eftir fengu þau rukkun frá stórbóndanum um ógreidda húsaleigu að upphæð 20.000 kr. og ekki höfðu þau einu sinni fengið uppgert fyrir vinnu sína hjá óðalsbóndanum. Hjónin hættu störfum með það sama eftir tveggja mánaða launalaust starf, en bóndinn símaði bara til vinnumiðlarans og bað um nýtt starfsfólk.

No comments:

Post a Comment