Það gerðist á stríðsárunum að sprengja féll í ógáti úr amerískri einshreifils sprengjuflugvél við túnfótinn á bæ einum á Suðurlandi. Vélin hafði flogið upp með Ölfusá og inneftir Grafningsmýrum. Flugmaðurinn hafði orðið þess var að sprengjan féll og hringaði nokkra stund yfir staðnum þar sem hún hafði stungist hálf á kaf í mýrareðju án þess þó að springa en síðan hélt flugvélin út yfir Þingvallaheiði.
Bændur á staðnum urðu þessa atviks varir og drógu þeir sprengjuna upp úr foraðinu og komu henni að lokum fyrir með leynd á fjósloftinu á bænum en þar var hún var stúkuð af þannig að torfundin yrði ókunnugum.
Tveim dögum síðar kom leitarflokkur á hertrukk frá ameríska hernum og leituðu þeir sprengjunar í heilan sólarhring án þess að finna nokkuð sem von var. Bændur þóttust ekkert kannast við atvikið og að lokum hédu hermennirnir heim.
Sprengja þessi var sennilega á bilinu 100-150 kíló og líklega er hún enn þar sem henni var komið fyrir í upphafi
8/16/2010
8/15/2010
Útlagapilltur
Einhverju sinni dag einn á 19.öld um lestarfeðir voru þrjár stúlkur skildar einar eftir í Skaftárdal í V-Skaftafelsssýslu. Enginn karlmaður eða nokkur fullorðinn var heima. Dag þennann var mikil þoka. Kemur þá að Skaftárdal unglingspiltur klæddur prjónafötum og þótti hann mjög einkennilegur. Stúlkurnar þekktu ekki piltinn, en bjóða honum inn og þáði hann það og sest á pallstokkinn. Þær færa honum mat og tekur hann við orðalaust. Pilturinn sat á pallstokknum allan daginn, nema þegar stúlkurnar gengu fram, þá fór piltur á eftir þeim, gekk um bæinn og skimaði í allar áttir og var hann mjög flóttalegur í háttum. Um kvöldið buðu þær honum að leggjast fyrir, en það vildi hann þó egi og ekkert orð mælti hann af vörum, en sat á pallstokknum alla nóttina. Um morgunin var þokunni létt og fór þá pilturinn án þess að kveðja. Sáu stúlkurnar það til hans, að hann beindi ferð sinni upp með Skaftá og til fjalla. Töldu stúlkurnar að þetta hefði verið útlagapiltur sem villst hafði í þokunni og álpast þannig til byggða.
Munmælasaga. e. Rannveigu Sigurðardóttir- Þorsteinn M Jónsson skráði 1909
8/11/2010
Bóndinn, fjósamaðurinn og mjaltakonan
Kúabóndi nokkur í Sunnlennskri sveit sem þykir landstólpi héraðsins fann nýja leið til að hagræða í rekstri búsins, en þó ekki eins og flestir stór-kúabændur nú til dags sem leggja fé sitt í róbót. Hagkvæmnin fólst í því að ráða mjög ódýrt vinnuafl. Bóndinn réði því í sitt fjós pólsk hjón með aðstoð vinnumiðlara og var barn með þeim fjögra ára gamalt. Ekki fannst bóndanum taka því að útvega þeim húsnæði eins og lög gera ráð fyrir, heldur lét hann þau gera sér að góðu að búa á fjósloftinu eins og púkinn forðum.
Pólsku hjónin fengu nokkru síðar eftir nokkurt stapp við bóndann að byggja lítinn kofa á á lóð bóndans, en á egin kosnað og utan vinnutíma. Kofinn rúmaði tvö lítil herbergi, en án rafmagns og hreinlætisaðstöðu. Mánuði eftir að þau hófu störf hjá bóndanum fluttu þau af fjósbitanum og inn í litla skúrinn. Næstu mánaðarmót á eftir fengu þau rukkun frá stórbóndanum um ógreidda húsaleigu að upphæð 20.000 kr. og ekki höfðu þau einu sinni fengið uppgert fyrir vinnu sína hjá óðalsbóndanum. Hjónin hættu störfum með það sama eftir tveggja mánaða launalaust starf, en bóndinn símaði bara til vinnumiðlarans og bað um nýtt starfsfólk.
8/10/2010
Sannleikskorn
Þú sérð andlitið sem að þér snýr en ekki hvað í huga býr
Á þeirri leið eru bæði Brynki og Mannskaðanaddur
Engum er happ í annars falli nema Þórði í Dalli.
Margt er það hjá einum sem egi annar skilur
Þegar sól lækkar á lofti lengjast skuggarnir
Milli sumra sálna er djúpur hylur
Vökul eru vargs augu
Íllt er að róa einni ár
Á þeirri leið eru bæði Brynki og Mannskaðanaddur
Engum er happ í annars falli nema Þórði í Dalli.
Margt er það hjá einum sem egi annar skilur
Þegar sól lækkar á lofti lengjast skuggarnir
Milli sumra sálna er djúpur hylur
Vökul eru vargs augu
Íllt er að róa einni ár
Subscribe to:
Posts (Atom)